Wuthering Heights dagurinn á Íslandi

Viðburðurinn á Facebook 

Aðdáendur söngkonunnar Kate Bush koma víða um heim saman til að fagna “Wuthering Heights Day” sunnudaginn 28. júlí. Þetta á einnig við íslenska aðdáendur sem koma saman í upplandi Hafnarfjarðar til að fagna, lifa og njóta. Hápunkturinn er að dansa við lagið Wuthering Heights sem Kate Bush gerði árið 1978.

Í tilefni dagsins ætlar PikNik og íslenskir aðdáendur söngkonunnar að hittast við Hvaleyrarvatn (Vallar megin) og fagna og heiðra daginn. Aðgangur er ókeypis og öll áhugasöm hvött til að vera með. Þátttakendur eru hattir til að mæta í rauðu dressi, setja blóm í hárið, dansa, sprella og hlusta á Kate Bush lög. Wuthering Heights dansinn verður tekinn kl. 15 við vatnið. Að viðburðinum stendur Áslaug Jónsdóttir hjá PikNik.

Kate Bush vakningin hófst árið 2013

The Ultimate Kate Bush Experience eða Kate Bush vakningin hófst árið 2013 með listahópnum Shambush í Brighton sem gerði tilraun til heimsmets með því að fá sem flesta til að taka þátt í að klæðast sem Kate Bush og safnast saman á einum og sama staðnum. Síðan eru liðin 11 ár og nú hefur þessi viðburður margfaldast og teygir anga sína um heim allan frá Austin í Texas til Sydney í Ástralíu, líka til Íslands. Vertu með!

Ábendingagátt