Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 24/8 2017 að breyta landnotkun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og deiliskipulagi fyrir Suðurgötu 40-44.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti breytingu á landnotkun aðalskipulags Hafnarfjarðar og deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi sínum þann 30/8 2017. Tilaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi var auglýst frá 16/3 2018-27/4 2018. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Mætt til fundar
- Ólafur Ingi Tómasson formaður
- Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
- Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
- Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
- Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður
Ritari
- Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
-
Almenn erindi
-
1705168 – Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa við framkomnum athugasemdum.
-
1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2017 breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið og að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsingatíma er lokið. Athugasemdir bárust.
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 1. mars 2018.
Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins 6.3. s.l.Frestað.
-
1802426 – Flatahraun, gatnamót
Tekin fyrir að nýju endurbætt minnisblað Eflu verkfræðistofu dags 18. apríl 2018 um umferðargreiningu á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs og áhrifa á FH- hringtorgið.
Lagt fram.
-
1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð
Tekin fyrir á ný fyrirspurn Húsfélagsins Skipalóni 5 dags. 07.06.2017 varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni Skipalón 3.
Skipulags- og byggingarráð beindi tilmælum til lóðarhafa, Skipalóns 7 ehf, á fundi sínum þann 03.10.2017 um að núverandi ásigkomulag lóðar væri óásættanlegt og vakti jafnframt athygli á þeim tímamörkum sem er að finna í 8. gr. lóðarsamnings.
Lagður fram tölvupóstur dags. 19.3. s.l. þar sem lóðarhafi, Skipalón 7 ehf, óskar eftir mánaðarfresti til að gera grein fyrir nýtingu lóðarinnar. Lóðarhafar hafa ekki lagt fram ný gögn.Ekki hafa borist svör frá lóðarhafa um tímasetningar á framkvæmdum og leggur skipulags- og byggingarráð því til við bæjarráð að lóðin verði afturkölluð og henni úthlutað á ný. Bent er á að hverfið er uppbyggt og fyrir utan að vera til mikillar óprýði kemur mikill óþrifnaður frá svæðinu.
-
1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram á ný tillaga að breyttu aðalskipulagi reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr athafnasvæði, verslunar og þjónustusvæði og íbúðarsvæði í miðsvæði.
Lögð fram skipulagslýsing dags. 25. apríl 2018.Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flathrauni og að málsmeðferð verði í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun
Farið yfir stöðu verkefnisins og áframhaldandi vinna við endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins kynnt.
Tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun vegna verkefnastjórnunar lögð fram.Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ráða Teikn arkitektaþjónustu sem verkefnastjóra við vinnu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar.
-
1702086 – Geymslusvæðið, framtíðarlega Reykjanesbrautar
Tekin til umfjöllunar framtíðarþróun iðnaðarsvæðis sunnan Straumsvíkur.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að fulltrúar umhverfisstofnunnar komi á næsta fund ráðsins. Skipulagsfulltrúa er falið að hefja endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi ásamt greinagerð er varðar þungan og mengandi iðnað á iðnaðarsvæðum.
-
1802398 – Reykjavíkurvegur 45, fyrirspurn
Geir Steinþórsson lagði inn fyrirspurn dags. 25. 2. 2018 um að breyta notkun lóðar að Reykjavíkurvegi 45 úr iðnaðar- og athafnarlóð í íbúðarhúsalóð. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu í deiliskipulagsvinnu vesturbæjar.
-
1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. janúar sl. voru djúpgámalóðir í Skarðshlíð 2. áfanga til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarráð samþykkti með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga að unnin yrði breyting á skilmálum 2. áfanga Skarðshlíðar er varða meðferð sorps og djúpgámalóðir. Tillaga að skilmálabreytingunni var grenndarkynnt frá 01.03. – 31.03.2018. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að leggja fram umsögn um framkomnar athugasemdir á næsta fundi. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30/4 2018.
Við gerð á breytingum á skipulagi Skarðshlíðar 2. og 3. áfanga var horft til vist- og umhverfisvænna þátta, m.a. til flokkunar sorps. Ákveðið var að hverfa frá hefðbundnum sorptunnum við hvert sérbýli og þess í stað ákveðið að gera ráð fyrir djúpgámum á nokkrum stöðum í hverfinu sem gefa aukna möguleika á aukinni flokkun og eru umhverfisvænni lausn en hefðbundnar sorptunnur auk þess að vera ódýrari í rekstri fyrir íbúa og sveitarfélagið.
Athugasemdir hafa komið frá lóðarhöfum um rekstur á djúpgámum og bráðabirgða lausnir með sorptunnur við sérbýlin. Skipulags- og byggingarráð tekur undir með lóðarhöfum að eðlilegt sé að djúpgámarnir séu í eigu og rekstri sveitarfélagsins og ættu því að fylgja uppbyggingu hverfisins enda er gert ráð fyrir því í skipulagsskilmálum að djúpgámarnir verði staðsettir í vistgötum sem eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar.Þá bendir skipulags- og byggingarráð á misræmi í texta í skilmálum í kafla 4.6. Sorpflokkun, í útgáfu á vef bæjarins annars vegar og samþykktum skilmálum í skipulags- og byggingarráði og bæjarstjórn hins vegar. Skipulags- og byggingarráð fellst á athugasemdir lóðarhafa um að framkvæmdum við djúpgáma verði ekki frestað. Skipulags- og byggingarráð samþykkir athugasemdir lóðarhafa um að ekki verði frestað framkvæmdum við djúpgáma og fellur frá samþykkt sinni um breytingu á skilmálum í Skarðshlíð frá 23. jan. 2018.
-
1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14/2 2018 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 og hún að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Einnig var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Ásland 3 og Hlíðarþúfum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð hafði samþykkt erindið á fundi sínum þann 9. feb. s.l. Aulýsingatími er liðinn og athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipualgsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir viðbótar hljóðgreiningu m.t.t. aðliggjandi byggðar.
Fundargerðir
-
1804005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 700
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 11. apríl s.l.
Lagt fram til kynningar.
-