Leiðbeiningar um rafræn skil gagna byggingarmála

Engin þörf á pappír lengur!

Allar umsóknir, eyðublöð og teikningar tengdar byggingarmálum eru orðin rafræn hjá Hafnarfjarðarbæ.

Skráning meistara og hönnuða

Bygginarstjóri, iðnmeistarar, hönnunarstjóri og hönnuðir eru skráðir á verk með rafrænum hætti. Sjálfvirk uppfletting í réttindagrunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sparar sporin við að staðfesta réttindi iðnmeistara, byggingarstjóra og hönnuða. Eyðublaðið er rafrænt undirritað eftir þörfum og afhendist Hafnarfjarðarbæ ásamt umsækjanda með tölvupósti í lok ferils. Undirrituð eyðublöð og skjöl verða síðan öll aðgengileg á Mínum síðum undir því máli sem verkið tilheyrir.

Yfirlýsingar

Yfirlýsingar byggingarstjóra og meistara vegna öryggis- eða lokaúttektar eru einnig orðnar rafrænar. Einfalt form er fyllt út og sent til undirritunar með rafrænum hætti. Skjalið berst síðan notanda í tölvupósti að undirritun lokinni. Yfirlýsingin verður síðan aðgengileg á mínum síðum undir umsókn um öryggis eða lokaúttekt.

Teikningar

Eingöngu er tekið á móti teikningum með rafrænum hætti. Teikningum er hægt að skila inn rafrænt í gegnum mínar síður. Teikningar eru yfirfarðar, samþykktar og sendar til undirritunar af byggingarfulltrúa. Að ferlinu loknu eru teikningar vatnsmerktar, rafrænt innsiglaðar og hýstar á kortavef ásamt því að vera aðgengilegar á mínum síðum undir því máli sem þær tilheyra.

Rafrænar undirritanir, innsiglanir og vatnsmerkingar einfalda ferlið, minnka pappírsnotkun og spara tíma og minnkar kolefnisspor.

Leiðbeiningar um skil gagna

Eigendur eða hönnunarstjóri geta sótt um byggingarleyfi og skilað inn tilheyrandi fylgigögnum í gegnum ferlið. Þegar byggingaráform hafa verið tekin fyrir og samþykkt þarf að skila inn skráningu byggingarstjóra,skráningu iðnmeistara, skráning hönnuða og skráningu hönnunarstjóra sem eru aðgengilegar á vef Hafnarfjarðar og Mínum síðum.

Skráning meistara og hönnuða

 • Eyðublað er opnað og fyllt út af þeim sem hefur réttindi til þess og sent út til rafrænnar undirritunar.
 • Umsækjendum er flett upp í réttindagrunni HMS. Ekki er hægt að skrá aðila sem hefur ekki gild réttindi.
 • Umsækjandi þarf að hafa símanúmer, tölvupóst og kennitölu tiltæka hjá þeim sem þarf að undirrita skjalið rafrænt.
 • Þegar allir hafa undirritað skjalið rafrænt berst það umsækjanda í tölvupósti og einnig Hafnarfjarðarbæ.
 • Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar fer yfir umsókn og fylgigögn.

Yfirlýsingar

Þegar sótt er um öryggis- eða lokaúttekt þarf að skila inn yfirlýsingum sem fylgigögnum og skulu þær vera undirritaðar af innsendanda, byggingarstjóra eða meistara sem á við hverju sinni. Hægt að nálgast rafrænar yfirlýsingar á vef Hafnarfjarðarbæjar eða á Mínum síðum.

Rafræn skil á yfirlýsingum

 • Yfirlýsingar eru fylltar út á rafrænu eyðublaði.
 • Umsækjandi þarf að hafa símanúmer, tölvupóst og kennitölu tiltæka hjá þeim sem þarf að undirrita skjalið rafrænt.
 • Fylgiskjöl með yfirlýsingum er hægt að hengja við rafræna eyðublaðið.
 • Skjalið berst umsækjanda fullundirritað í tölvupósti þegar allir hafa undirritað skjalið.
 • Starfsfólk bæjarins fær sent eintak af undirrituðu skjali og fer yfir gögnin og sinnir úrvinnslu þeirra.

Rafræn skil á teikningum

Þessum reglum þarf að fylgja svo teikning sé samþykkt sem rafrænt gagn.

 • Teikningar eiga í vera í landscape og eiga að snúa allar eins
 • Teikningar eiga að hafa stimpilreit afmarkaðan með svörtum kassa í hægra horni sem er 70 mm hár og 100 mm breiður (skv. grein 4.2.3 í byggingarreglugerð). Í reitnum mun birtist rafræn undirritun byggingarfulltrúa og hönnuða.
 • Teikningar eiga að vera bundnar saman (binder) eftir gerð teikninga og matshlutanúmeri. t.d.
  • Raflagnir mhl. 01
  • Raflagnir mhl. 02 o.s.frv.
 • Teikningasett má að hámarki vera 25 mb hvert sett.
 • Teikningar skulu hafa nafn hönnuðar (ábyrgðarmanns), kennitölu, netfang og síma í teikningahaus.
 • Teikningar skal merkja vel með staðfangi, matshlutanúmeri, og tegund teikninga.

Með hverri innsendri teikningu eða bunka þarf að fylgja trygging hönnuða.

 

Skil á gögnum í gegnum Mínar síður

 • Byggingarstjóri og hönnunarstjóri geta bætt við gögnum sjálfir beint í mál á Mínum síðum.
 • Til að bæta fylgiskjali í mál á Mínum síðum skráir notandi sig inn með rafrænum skilríkjum. Smellt er á viðeigandi mál á forsíðu. Undir málinu er  kafli sem heitir fylgiskjöl og þar er hægt að hlaða upp gögnum.
 • Tilkynning um að ný gögn hafi borist sendist til starfsmanna Hafnarfjarðar.

Ef vandamál koma upp eða frekari leiðbeininga er óskað er þjónustuver okkar ávalt reiðubúið að aðstoða við útfyllingu og skil gagna vegna umsókna tengd byggingarmálum í Hafnarfirði.