Neyðarnúmer

Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar og þjónustumiðstöð eru opin á hefðbundnum skrifstofutíma. Í neyðartilfellum utan opnunartíma er hægt að hafa samband við bakvakt þjónustumiðstöðvar, Veitna og barnaverndar.

Þjónustuver Hafnarfjarðar

Þjónustuver Hafnarfjarðar reynir að aðstoða öll þau sem hafa samband hratt og örugglega.

Þjónustuverið tekur á móti fyrirspurnum og ábendingum og kemur þeim í réttan farveg.

 • 585 5500

  Opið mánudaga til fimmtudag kl. 8–16, föstudag kl 8-14

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar sinnir viðhalds- og rekstrarverkefnum í umhverfinu.

Utan opnunartíma er hægt að ná sambandi við bakvakt með ábendingar um húsnæði bæjarins og vegna neyðartilfella. Til dæmis vandamál í regnvatnskerfi, gatnakerfi eða bæjarlandi.

 • 585 5670

  Opið mánudaga til fimmtudaga 8.00 - 16.00
  Opið föstudaga 8.00 –15.20

 • 664 5678

  Bakvaktarsími er opinn utan opnunartíma.

Veitur Hafnarfjarðar

Í neyðartilfellum varðandi fráveitu og vatnsveitu utan opnunartíma þjónustuvers og þjónustumiðstöðvar er hægt að hafa beint samband við Veitur.

Barnavernd Hafnarfjarðar

Sameiginleg bakvakt barnaverndar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sinnir börnum sem eiga þar lögheimili eða eru búsett. Samband við bakvakt fer í gegnum neyðarlínuna 112.