Hávaði

Hávaði er óæskilegt eða skaðlegt hljóð sem getur haft áhrif á lífsgæði fólks.

Er of mikill hávaði heima hjá þér?

Ef þú býrð við hávaðamikla götu geturðu sótt um styrk til að bæta glugga til að minnka hávaðann.

Aðgerðaáætlun bæjarins gegn hávaða

Aðgerðaráætlun gegn hávaða var samþykkt í bæjarstjórn 6. mars 2019 samkvæmt reglugerð um hávaða nr. 724 frá árinu 2008. Áætlunin hefur það markmið að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans. Áætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2012, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 2 m hæð yfir jörðu. 

Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005.