Hugviti

Hugviti er hafnfirskur viðskiptahraðall sem miðar að því að styrkja ferðaþjónustu í Hafnarfirði.

Markmið hraðalsins er að styðja við nýsköpun og vöxt fyrirtækja í ferðaþjónustu og skapandi greinum.

Opið verður fyrir umsóknir frá 14. ágúst til 14.september.

Þau verkefni sem verða valin inn þurfa að stuðla að því að auka viðveru ferðamanna í Hafnarfirði, hvort sem um er að ræða bætta þjónustu, aukna afþreyingu eða annað sem laðar ferðamenn að.

Hraðalinn hefst 25. september og stendur yfir í átta vikur.

Hugviti er á vegum Hafnarfjarðarbæjar og er hluti af framtíðarsýn bæjarins til ársins 2035.

Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja í Hafnarfirði sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni.

Sótt er um í teymum, en æskilegt er að þau samanstandi af einum til þrem einstaklingum. Teymin geta verið starfsmenn fyrirtækja, sem standa að verkefninu eða sjálfstæðir frumkvöðlar í startholunum.

Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja í Hafnarfirði og víðar. Sitja á ráðgjafafundum, vinnustofum og fræðslufundum og mynda sterkt tengslanet á milli sín og mentora.

Hraðallinn stendur yfir í átta vikur og er mæting tvisvar í viku á meðan á honum stendur, á mánudögum og fimmtudögum. Sumir viðburðir munu fara fram rafrænt.

Ekki er gerð krafa um að allir úr öllum teymum mæti alltaf en æskilegt er að þau teymi sem sækja um geti nýtt sér og mætt á sem flesta viðburði tengda hraðlinum á meðan honum stendur.

Einn liður í hraðlinum er að þátttakendur hitta fólk úr atvinnulífinu á svokölluðum mentora-fundum en þá gefst frumkvöðlunum dýrmætt tækifæri til að ræða hugmyndir sínar og verkefni og fá þá til baka mikilvæga endurgjöf.

Hraðallinn leggur áherslu á nýjar hugmyndir og þróun fjölbreytts atvinnulífs til að stuðla að lifandi samfélagi og auknum atvinnutækifærum í Hafnarfirði.

Hraðallinn er í samvinnu við RATA sem hefur undanfarin ár unnið að því að styðja við umhverfi frumkvöðla á Íslandi og hefur m.a. haldið utan um sunnlenskan viðskiptahraðal og hraðal á vegum Norðanáttar.

Þau verkefni sem verða í hraðlinum fá víðtæka umfjöllun á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

Tímalína:

10. ágúst – Byrjað að auglýsa hraðalinn

14. ágúst – Opnað fyrir umsóknir

14. september – Lokað fyrir umsóknir

15. september – Viðtöl hefjast

25. september – Hraðalinn hefst

16. nóvember – Lokadagur/lokahóf