Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Neyðarstjórn á að styðja og styrkja aðgerðir einstakra sveitarfélaga með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum.
Skylda sveitarfélaga er fyrst og fremst að stuðla að öryggi og velferð borgara. Neyðarstjórn hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast. Neyðarstjórn forgangsraðar lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggir almannaheill og lágmarkar hugsanlegan samfélagslegan skaða.
Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, til dæmis vegna náttúruhætta, tækniváar, þegar umhverfi og heilsu er ógnað eða hvers konar hættuástand. Á neyðarstigi er passað upp á grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Bæjarstjóri fer ásamt bæjarráði með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins. Fagsvið, skrifstofur og fyrirtæki sveitarfélagsins bera hvert í sínu lagi ábyrgð á þeirri þjónustu sem þau veita.
Neyðarstjórn starfar samkvæmt viðbragðsáætlun sveitarfélagsins.
Neyðarstjórn starfar náið með almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Samkvæmt 5. grein laga um almannavarnir annast ríkislögreglustjóri starfsemi almannavarna. Lögin um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða, að bregðast við afleiðingum neyðarástands sem gæti ógnað lífi og heilsu almennings, umhverfi og eignum.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra samhæfir almannavarnaáætlanir sveitarfélaga og stofnana og hefur eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra. Verkefni almannavarnadeildar eru meðal annars samstarf við stofnanir varðandi neyðarskipulag og vinna að gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana.
Allar mikilvægar upplýsingar um almannavá og áhættu er að finna á vef Almannavarna ásamt upplýsingum um forvarnir og fræðslu, þar á meðal viðbragðsáætlanir.
Var efnið hjálplegt?