Neyðarstjórn

Neyðarstjórn á að styðja og styrkja aðgerðir einstakra sveitarfélaga með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum.

Hlutverk neyðarstjórna sveitarfélaganna

Skylda sveitarfélaga er fyrst og fremst að stuðla að öryggi og velferð borgara. Neyðarstjórn hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast. Neyðarstjórn forgangsraðar lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggir almannaheill og lágmarkar hugsanlegan samfélagslegan skaða.

Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, til dæmis vegna náttúruhætta, tækniváar, þegar umhverfi og heilsu er ógnað eða hvers konar hættuástand. Á neyðarstigi er passað upp á grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Bæjarstjóri fer ásamt bæjarráði með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins. Fagsvið, skrifstofur og fyrirtæki sveitarfélagsins bera hvert í sínu lagi ábyrgð á þeirri þjónustu sem þau veita.

Neyðarstjórn starfar samkvæmt viðbragðsáætlun sveitarfélagsins.

Í neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar sitja:

 • Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri
 • Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
 • Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs
 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs
 • Guðmundur Sverrisson, staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs
 • Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
 • Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
 • Árdís Ármannsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs

Varamenn eru:

 • Guðríður Guðmundsdóttir, staðgengill sviðsstjóra á fjölskyldu- og barnamálasviði
 • Helga Stefánsdóttir, staðgengill sviðsstjóra á umhverfis- og skipulagssviði
 • Árný Steindóra Steindórsdóttir , staðgengill sviðsstjóra á mennta- og lýðheilsusviði
 • Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Neyðarstjórn starfar náið með almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Samkvæmt 5. grein laga um almannavarnir annast ríkislögreglustjóri starfsemi almannavarna. Lögin um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða, að bregðast við afleiðingum neyðarástands sem gæti ógnað lífi og heilsu almennings, umhverfi og eignum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra samhæfir almannavarnaáætlanir sveitarfélaga og stofnana og hefur eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra. Verkefni almannavarnadeildar eru meðal annars samstarf við stofnanir varðandi neyðarskipulag og vinna að gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana.

Allar mikilvægar upplýsingar um almannavá og áhættu er að finna á vef Almannavarna ásamt upplýsingum um forvarnir og fræðslu, þar á meðal viðbragðsáætlanir