Þjónustu­miðstöð

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar sér um margvíslega þjónustu og framkvæmdir fyrir bæinn, stofnanir og íbúa.

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar

Verkefnin eru mörg og oft árstíðabundin, til dæmis viðhald, viðgerðir og eftirlit á ýmsu sem tilheyrir gatnakerfinu, göngustígum, opnum svæðum og leikvöllum.

Dæmi um verkefni:

Á Kortavefnum eru ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi verkefni Þjónustumiðstöðvar, til dæmis staðsetningu ljósastaura, ruslatunna og bekkja auk gönguleiða og gatnakerfis.

Gatnakerfi Hafnarfjarðar

Gatnakerfi bæjarins er um 130 km og hefur vaxið mjög hratt síðustu 10 árin með tilkomu nýrra hverfa í Áslandi, Völlum og Hellnahrauni. Síðustu ár hefur verið lögð aukin áhersla á umferðaröryggi með fjölgun 30 km hverfa, hraðahindrana, hringtorga og öruggum gönguleiðum í hverfum og milli hverfa.

Gatna og stígalýsing í Hafnarfirði

Á götum og stígum í eigu Hafnarfjarðar er gatnalýsing í eigu Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar. Hafnarfjarðarbær sér um viðhald og rekstur á þeim hluta sem tilheyrir Hafnarfjarðarbæ með verktaka. Mestmegnis af lýsingunni er LED og er horft til ljósgæða, öryggis og hönnunarstaðla þegar lýsing er sett upp. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að lampar logi ekki, til dæmis ónýt pera eða lampi, bilun í streng eða í spennistöð. Eins getur verið kveikt á gatnalýsingunni að degi til þegar er verið að sinna viðhaldi.

Er eitthvað sem þarf að laga?

Endilega sendu inn ábendingu ef það er eitthvað sem þú vilt að Þjónustumiðstöð kíki á. Til að hægt sé að bregðast við sem fyrst er best að fá mynd og staðsetningu með ábendingunni.