Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Öll sem koma til bæjarins ættu að læra nokkra Hafnarfjarðarbrandara
Í flestum löndum tíðkast að gera grín að íbúum einstakra héraða og bæja sem þykja á einhvern hátt skera sig úr. Af þessu spretta skondnar sögur um fólk sem ekki þykir stíga í vitið eða er á einhvern hátt sérkennilegt. Nú er svo komið fyrir Hafnfirðingum að athafnir þeirra og tilsvör virðast ætla að verða óþrjótandi nægtabrunnur gárunga og spéfugla um land allt. En auðvitað taka Hafnfirðingar þessu létt og hafa bara gaman af. Margir kunna reiðinnar ósköp af Hafnarfjarðarbröndurum og ekki er verra að hafa þá á takteinum þegar Vinir Hafnarfjarðar og aðrir góðir landsmenn hefja skothríðina!
Við hvetjum alla sem koma til bæjarins að læra nokkra Hafnarfjarðarbrandara svo þeir eigi auðveldara með að aðlagast okkar litríka samfélagi.
Hvers vegna setja Hafnfirðingar stóla út á svalir á kvöldin?
Auðvitað til þess að sólin geti sest!
Af hverju taka Hafnfirðingar með sér stiga út í búð?
Af því verðið er svo hátt.
Í smáforritinu Wapp-inu má finna brandaragöngu við allra hæfi þar sem brandarar eru sagðir á 100–200 m fresti. Gönguleiðin liggur um suðurbæ Hafnarfjarðar. Farið er meðfram sjávarsíðunni þar sem sólarlagið nýtur sín á fallegum kvöldum. Þaðan er gengið upp í áttina að St. Jósefsspítala og framhjá Karmelklaustrinu þar sem er tilvalið að ganga upp á útsýnishólinn og skima í allar áttir. Síðan er farið að kirkjugarðinum, gengið meðfram honum og niður að Læknum. Læknum er fylgt niður í miðbæinn aftur, framhjá gömlu stíflunni og virkjuninni og neðan hennar þar sem heilsa má upp á endur, gæsir og álftir.
Brandararnir sem sagðir eru eiga sér sögu víða um heim og eru oft þýddir á milli tungumála og staðfærðir. Fólk getur því átt von á að rekast á nokkurn veginn sömu brandarana um íbúa bæja eða borga í flestum löndum heims. Það er engin ástæða til að velta sér upp úr því heldur taka góða göngu og leyfa sér að hlæja og brosa og njóta þess að vera til.
Var efnið hjálplegt?