Rekstur og tölfræði

Hér má finna ýmis gögn um fjármál Hafnarfjarðar, íbúakannanir og ýmsa tölfræði.

Íbúakannanir

Þjónustukönnun Gallup á meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins er framkvæmd árlega í árslok. Könnunin tekur á viðhorfi 18 ára og eldri úr tilviljunarúrtaki til þjónustu sveitarfélaga.

Niðurstöður 2022

Helstu niðurstöður könnunar eru

  • 88% íbúa eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað
  • 86% með aðstöðu til íþróttaiðkunar
  • 81% með gæði umhverfis
  • 71% með menningarmálin.