Rekstur og tölfræði

Hér má finna ýmis gögn um fjármál Hafnarfjarðar, íbúakannanir og ýmsa tölfræði.

Íbúakannanir

Þjónustukönnun Gallup á meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins er framkvæmd árlega í árslok. Könnunin tekur á viðhorfi 18 ára og eldri úr tilviljunarúrtaki til þjónustu sveitarfélaga.

Niðurstöður

Helstu niðurstöður könnunar 2021 voru að íbúar voru enn mjög ánægðir í sögulegu samhengi þrátt fyrir lítillega lækkun í sumum þáttum frá 2019.

  • 88% íbúa eru ánægðir með að búa í Hafnarfirði.
  • Hafnarfjörður hækkar um þrjú sæti á milli ára í lykilspurningu könnunar sem dregur saman heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaganna.
  • Hafnarfjörður er nú í 9. sæti af 20 hjá stærstu sveitarfélögum landsins.