Laus störf

Velkomin á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar.

Störf hjá Hafnarfjarðarbæ

Velkomin á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar! Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa rúmlega 2000 einstaklingar.

Ráðningar og umsóknir

Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við ráðum hæfasta fólkið hverju sinni og fylgjum vönduðum stjórnsýsluháttum við ráðningar.

  • Allar umsóknir um störf skulu fara í gegnum ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar.
  • Öll störf hjá Hafnarfjarðarbæ eru auglýst nema um sé að ræða tímabundin afleysingastörf til skemmri tíma en 12 mánaða.
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað eftir að ráðningarferli lýkur.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.