Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Velkomin á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar.
Velkomin á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar! Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa rúmlega 2000 einstaklingar.
Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við ráðum hæfasta fólkið hverju sinni og fylgjum vönduðum stjórnsýsluháttum við ráðningar.
Var efnið hjálplegt?
Umsóknarfrestur frá: 01.03.2025
Umsóknarfrestur til: 31.08.2025
Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is
Deila starfi
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf í leikskólum Hafnarfjarðar, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf. Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is
Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.
Umsóknarfrestur frá: 11.04.2025
Umsóknarfrestur til: 25.04.2025
Tengiliður: Bryndís Guðlaugsdóttir
Leikskólinn Hlíðarendi óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðu.
Leikskólinn Hlíðarendi er fjögurra deilda og er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis. Helstu áhersluþættir eru hreyfing, lífsleikni og umhverfismennt.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veita Bryndís Guðlaugsdóttir leikskólastjóri og Fjóla Kristjánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 555 1440. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið hlidarendi@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2025
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Fríðindi í starfi:
Tengiliður: Arna Björný Arnardóttir
Lækjarskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra í 80% starf. Starfið er tímabundin afleysing, frá 1. ágúst 2025 – 15. júní 2026.
Skrifstofustjóri vinnur náið með stjórnendum að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi. Skrifstofustjóri starfar sem aðstoðarmaður skólastjóra um almennan rekstur skólans og starfar náið með stjórnendateymi skólans.
Lækjarskóli er almennur, heildstæður, grunnskóli. Lækjarskóli er staðsettur í fallegu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.
Í Lækjarskóla fögnum við fjölbreytileikanum og áhersla er lögð á vellíðan nemenda og starfsmanna og er leiðarljós skólans ábyrgð, virðing og vellíðan.
Helstu verkefni skrifstofustjóra:
Menntunar – og hæfnikröfur:
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2025
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna Björný Arnardóttir, skólastjóri, í síma 664-5865 eða í gegnum netfangið arna@laekjarskoli.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Lækjarskóli óskar eftir tónmenntakennara – sviðslistakennara í 100% starf
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins. Undanfarið skólaár höfum við unnið markvisst með þrjú meginmarkmið: Starfsánægju, samræmt námsmat og upplýsingatækni.
Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.
Á næsta skólaári hefur Lækjarskóli innleiðingu á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda og fá þá til að taka virkan þátt og bera ábyrgð á eigin námi.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn ekki hika við að hafa samband við okkur í Lækjarskóla.
Hafðu samband við Örnu B. Arnardóttur skólastjóra, arna@laekjarskoli.is .
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2025.
Tengiliður: Hrönn Harðardóttir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan yfirþroskaþjálfa á skammtímadvöl fyrir fötluð ungmenni, staðsett í Setbergshverfi. Um er að ræða 90 til 100% fjölbreytt og skemmtilegt starf sem unnið er í vaktavinnu. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar með áherslu á réttindi fatlaðs fólks.
Við leitum að áhugasömum einstaklingi með góða færni í mannlegum samskiptum og brennur fyrir að veita frammúrskarandi þjónustu. Ráðning er frá og með 1. júní n.k.
Hæfniskröfur:
Frekari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Harðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma 565-2545 netfang: hronnha@hafnarfjordur.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá
Tengiliður: Ingibjörg Magnúsdóttir
Skarðshlíðarskóli óskar eftir drífandi og kraftmiklum tónmenntarkennara til að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi með okkur. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.
Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.
Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Innleiðing á UDL (Universal Design for Learning) hófst haustið 2020. UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám.
Skarðshlíðarskóli er heildstæður grunnskóli með nemendur í 1. til 10.bekk. Nú eru um 490 nemendur í skólanum. Skólahúsnæðið er glæsilegt og er skólinn vel tækjum búinn, með íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði. Í haust hefst öflugt samstarfsverkefni milli leik, grunn og tónlistarskóla.
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871/ ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 25. apríl 2025.
Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Umsóknarfrestur frá: 14.04.2025
Umsóknarfrestur til: 28.04.2025
Tengiliður: Þórunn Jóna Hauksdóttir
Lækjarskóli í Hafnarfirði leitar að árangursdrifnum stjórnanda í starf aðstoðarskólastjóra. Hér gefst kjörið tækifæri fyrir áhugasaman og metnaðarfullan einstakling sem vill taka virkan þátt í þróun og uppbyggingu skólastarfs í skapandi og faglegu umhverfi.
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og stendur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í hjarta Hafnarfjarðar. Skólinn starfar í björtu og rúmgóðu húsnæði sem tekið var í notkun árið 2002 og býður meðal annars upp á sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru um 430 í 1.–10. bekk.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á skólamálum, leggur sig fram um að byggja upp traust og samstarf og hefur áhuga á að taka þátt í spennandi vegferð með okkur.
Nánari upplýsingar veitir Þórunn Jóna Hauksdóttir, deildarstjóri grunnskólamála, á netfangið thorunnjona@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl nk.
Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn. Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SÍ.
Tengiliður: Margrét Sverrisdóttir, Áslaug Hreiðarsdóttir
Öldutúnsskóli auglýsir eftir tónmenntakennara.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.
Í Öldutúnsskóla eru um 630 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu.
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun.
Nánari upplýsingar veita Margrét Sverrisdóttir, skólastjóri, í síma: 664-5894, margret.sverrrisdottir@oldutunsskoli.is og Áslaug Hreiðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, aslaughr@oldutunsskoli.is
Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Öldutúnsskóli auglýsir eftir heimilisfræðikennara.
Í Öldutúnsskóla eru um 630 nemendur í 1. – 10. bekk, í skólanum er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2025
Öldutúnsskóli auglýsir eftir sérkennara í sérdeild.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025
Í Öldutúnsskóla eru um 630 nemendur í 1. – 10. bekk.
Í Öldutúnsskóla er sérdeild fyrir nemendur á unglingastigi með væga þroskaröskun og er opin öllum skólahverfum bæjarins. Deildin starfar samkvæmt lögum um grunnskóla en þar er kveðið á um að nemendur með sérþarfir fái viðeigandi kennslu og stuðning í heimaskóla. Allir nemendur sérdeildarinnar eru skráðir í almenna bekki skólans. Sá bekkur sem nemandinn er skráður í er í daglegu tali nefndur tengslabekkur og taka nemendur þátt í bekkjarstarfinu að einhverju marki. Einstaklingsnámskrá er gerð fyrir nemendur í upphafi skólaárs og endurmetin við annarskil. Við reglulegt mat á námi nemenda eru framfarir metnar og tekið er tillit til breytinga við gerð nýrrar áætlunar.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur.
Nánari upplýsingar veita Margrét Sverrisdóttir, skólastjóri, í síma: 664-5894, Margrét Sverrisdóttir og Linda Sjöfn Sigurðardóttir deildarstjóri stoðþjónustu.
Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Öldutúnsskóli auglýsir eftir kennara á unglingastigi.
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2025.
Öldutúnsskóli auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða til starfa. Um er að ræða 70% starf út þetta skólaár. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni.
Í Öldutúnsskóla eru um 620 nemendur í 1. – 10. bekk.
Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2025.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við STH
Tengiliður: Dagný Kristinsdóttir
Víðistaðaskóli óskar eftir deildarstjóra tómstundamiðstöðvar í fullt starf.
Okkur í Víðistaðaskóla vantar deildarstjóra tómstunda sem stýrir daglegu starfi í frístundaheimilinu Hraunkoti og félagsmiðstöðinni Hrauninu. Við leitum að samstarfsmanneskju sem er með góðar hugmyndir og metnað fyrir faglegu og góðu starfi með börnum og unglingum.
Nemendur Víðistaðaskóla eru ríflega 500 í 1.-10.bekk. Starfsmenn skólans eru liðlega 100 og ríkir góður starfsandi og samheldni innan hópsins. Við störfum eftir leiðarljósunum ábyrgð- virðing- vinátta. Við leggjum áherslu á liðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti, nemendalýðræði og að hver og einn fái tækifæri til að vera eins og hann er.
Helstu verkefni:
Menntunar og hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir skólastjóri, dagnyk@vidistadaskoli.is í síma 664-5890 eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, valaj@vidistadaskoli.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.
Víðistaðaskóli leitar eftir skapandi, hugmyndaríkum og drífandi heimilisfræðikennara í fullt starf, sem bætist í góðan hóp annarra list og verkgreinakennara sem starfa við skólann. Skólinn er vel tækjum búinn og hefur yfir góðri aðstöðu að ráða.
Í Víðistaðaskóla eru rúmlega 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Við leggjum áherslu á fjölbreytileikann, líðan nemenda og fjölbreytta kennsluhætti. Gildi skólans eru ábyrgð- virðing og vinátta. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem og annarra í skólasamfélaginu. Við erum heilsueflandi grunnskóli sem hugsar um umhverfi sitt í anda Græn fánans.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890, dagnyk@vidistadaskoli.is eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 6645891, valaj@vidistadaskoli.is
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur frá: 15.04.2025
Umsóknarfrestur til: 08.05.2025
Tengiliður: siggih@hafnarfjordur.is
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir forstöðumanni þjónustumiðstöðvar.
Þjónustumiðstöðin sér um umhirðu á bæjarlandinu og um margvíslega þjónustu og framkvæmdir fyrir bæinn, stofnanir og íbúa. Starfsmenn eru 20 og er starfsstöðin að Norðurhellu 2. Verkefnin eru mörg og oft árstíðabundin, til dæmis viðhald, viðgerðir og eftirlit á ýmsu sem tilheyrir gatnakerfinu, göngustígum, opnum svæðum og leikvöllum.
Umsóknarfrestur er til og með 8. maí n.k.
Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í gegnum netfangið siggih@hafnarfjordur.is eða í síma 6645631.
Laun eru samkvæmt kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur frá: 09.04.2025
Umsóknarfrestur til: 23.04.2025
Tengiliður: Arna Björg Arnardóttir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann á búsetukjarna fyrir fatlað fólk, sem staðsettur er miðsvæðis í bænum. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í 30% aðra hvora helgi.
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Arna Björg Arnardóttir, forstöðumaður í síma: 585-5769, netfang: arnabjorg@hafnarfjordur.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.
Umsóknarfrestur 23.apríl 2025.
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
Umsóknarfrestur til: 24.04.2025
Tengiliður: Kristinn Guðlaugsson
Hvaleyrarskóli auglýsir eftir myndmenntakennara í 80-100% starf.
Í Hvaleyrarskóla eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu. Einkunnarorð Hvaleyrarskóla eru kurteisi, ábyrgð og samvinna.
Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, byrjendalæsis og orð af orði ásamt áherslu á skák- og sviðslistarkennslu.
Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.
Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Vala Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vala@hvaleyrarskoli.is síma 868 6859. Sími skólans er 565 0200.
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl næst komandi. Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla eða tónlistarskóla, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni.
Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Hér er um að ræða önnur afleysingarstörf en í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og á sviði málefna fatlaðra. Þau störf eru auglýst sér á ráðningarsíðu.
Við leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt afleysingastörf. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengjast málefnum fatlaðra, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Umsóknarfrestur frá: 03.03.2025
Tengiliður: ernaar@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem starfsmaður í einstaklingsstuðningi hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Meginmarkmið með einstaklingsstuðningi er að að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.
Hér er um að ræða umsóknargrunn sem er unnið úr ef tækifæri opnast og því er umsóknum ekki svarað sérstaklega nema til ráðningar komi.
Upplýsingar veitir Erna Aradóttir ernaar@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500.
Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.
Hvaleyrarskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á yngsta stigi.
Í Hvaleyrarskóla eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 23. apríl næst komandi. Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur frá: 31.03.2025
Umsóknarfrestur til: 21.04.2025
Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fjölbreytt og skemmtilegt frístundastarf með ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar er staðsett á jarðhæðinni í gamla Lækjarskóla, á Skólabraut 3. Markmið þess er að bjóða upp á jákvætt, skapand og félagslegt umhverfi sem býður upp á aðgengi íbúa Hafnarfjarðar að skapandi rými sem styður við skapandi hugsun og nýsköpun.
Markmið starfsins er að gefa ungmennum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli og að skapa tækifæri til að efla sjálfstraust sitt og félagsfærni. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við ungmenni sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni.
Um er að ræða 75 -100% starf sem hefst í ágúst. Vinnutími er að hluta til á kvöldin á virkum dögum og dagvinna að hluta. Fjölbreyttur vinnutími í boði milli 13:00 – 22:00 eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, forstöðumaður Nýsköpunarseturs, í gegnum tölvupóstinn bryndisf@hafnarfjordur.is.
Umsóknarfrestur frá: 02.04.2025
Umsóknarfrestur til: 31.05.2025
Tengiliður: Tinna Dahl Christiansen
Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir á biðlista fyrir sumarstarf hjá Hafnarfjarðarbæ, 18 ára og eldri. Biðlistinn verður opinn til og með 31. maí 2025.
Á þessari stundu er alls óvíst hvort ráðið verður af biðlistanum og eru umsækjendur hvattir til að sækja einnig um annars staðar.
Vinnuskólinn býður upp á fjölbreytt störf t.d. við flokkstjórn, slátt, garðyrkjustörf, sumarnámskeið og fleira.
Fyrirspurnir má senda á skrifstofu Vinnuskólans á vinnuskoli@hafnarfjordur.is.
Umsóknarfrestur frá: 18.04.2025
Umsóknarfrestur til: 02.05.2025
Tengiliður: Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
Hraunvallaskóli auglýsir eftir kennara til að sinna umsjónar- og fagreinakennslu á unglingastigi skólaárið 2025-2026. Starfshlutfall er 100% og gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf 1. ágúst 2025.
Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum.
Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir skólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is eða Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgi@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 2. maí 2025.
Umsóknarfrestur frá: 04.04.2025
Tengiliður: Elín Ósk Baldursdóttir
Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða teymisstjóra í stuðningsþjónustu. Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá kl. 08.00 – 16.00. Um er að ræða framtíðarstarf. Kjörið tækifæri fyrir öfluga og áhugasama einstaklinga sem vilja taka þátt í þróun starfseminnar.
Stuðningsþjónustan ber ábyrgð á fjölbreyttri þjónustu við íbúa Hafnarfjarðar. Leitast er við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Elín Ósk Baldursdóttir deildarstjóri þjónustu- og úrræða. elinob@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5500.
Umsóknarfrestur frá: 07.04.2025
Tengiliður: unnur@aslandsskoli.is
Áslandsskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á miðstigi skólaárið 2025-2026
Ráðið er í stöðuna frá 1.ágúst 2025
Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 450 talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.
Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag.
Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru:
Hver árgangur mætir a.m.k. einu sinni í viku í morgunstund á sal. Morgunstundir eru vettvangur til að vinna með dygðir og stoðir skólans.
Áslandsskóli er símalaus skóli frá 1.-7.bekk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Elfa Guðmundsdóttir skólatjóri, unnur@aslandsskoli.is, og Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri halfdanth@aslandsskoli.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 21.apríl 2025
Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Tengiliður: Ólafía Guðmundsdóttir
Við leitum að deildarstjóra í öflugan hóp stjórnenda þar sem lögð er áhersla á samvinnu innan hópsins en jafnframt að hver og einn deildarstjóri fái sjálfstæði og svigrúm til að þróa sína deild í anda starfsaðferða skólans.
Leikskólinn Hlíðarberg er 5 deilda leikskóli í Setbergshverfi. Þar dvelja að jafnaði 94 börn og starfa 32 starfsmenn. Einkunnarorð leikskólans er hreyfing, sköpun, vellíðan og tekur starfið mið af þeim. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Leikrými barnanna er gott og listasmiðja á hverri deild. Sameiginlegur salur er fyrir allar deildir. Góð vinnuaðstaða er fyrir starfsfólk.
Fáist ekki starfsmenn með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ólafía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, olafia@hafnarfjordur.is eða í síma 578-4309 og
Tengiliður: gudbjorgn@hraunvallaskoli.is
Hraunvallaskóli auglýsir eftir myndmenntakennara í mið- og unglingadeild fyrir skólaárið 2025-2026
Starfshlutfall er 80-100% og gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf 1. ágúst 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir skólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgi@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur er 21. apríl 2025.
Tengiliður: Margrét Halldórsdóttir
Engidalsskóli óskar eftir heimilisfræðikennara í 80% starf.
Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk. Næsta vetur verða nemendur um 200.
Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, samþættingu námsgreina og teymisvinnu. Skólinn er heilsueflandi, flaggar Grænfána og er að innleiða leiðsagnarnámi. Skólinn starfar samkvæmt stefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Við skólann er einstaklega skemmtileg skólalóð sem býður upp á fjölbreytta möguleika til leikja og útikennslu. Góður starfsandi og jákvæð samskipti eru meðal allra sem í skólanum starfa. Við leitum að fólki sem vill taka þátt í að byggja upp öflugt skólastarf með okkur.
Leiðarljós skólans eru: Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, margreth@engidalsskoli.is í síma 555-4433.
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2025.
Engidalsskóli óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn aðstoðardeildarstjóra í fullt starf í frístundastarf skólans.
Starfið er 50% stjórnun og 50% í starfi með börnum
Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Í Engidalsskóla er starfrækt frístundaheimili fyrir 6 – 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10-12 ára börn.
Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, margreth@engidalsskoli.is í síma 5554433
og Arnheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri frístundastarfs, arnheidurg@engidalsskoli.is.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2025.
Greinargóð ferilskrá þarf að fylgja umsókninni.
Umsóknarfrestur til: 29.04.2025
Umsjónarkennari í 1. bekk í Víðistaðaskóla
Við í Víðistaðaskóla leitum eftir skapandi, hugmyndaríkum og drífandi umsjónarkennara í 1. bekk í 80-100% starf. Viðkomandi bætist í góðan hóp annarra starfsmanna skólans. Skólinn er vel tækjum búinn og hefur yfir góðri aðstöðu að ráða.
Í Víðistaðaskóla eru rúmlega 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Við leggjum áherslu á fjölbreytileikann, líðan nemenda og fjölbreytta kennsluhætti. Gildi skólans eru ábyrgð- virðing og vinátta. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem annarra í skólasamfélaginu. Við erum heilsueflandi grunnskóli sem hugsar um umhverfi sitt í anda Græn fánans.
Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal þeirra sem í skólanum starfa.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir skólastjóri, í síma 6645890, dagnyk@vidistadaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 29.apríl 2025