Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Velkomin á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar.
Velkomin á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar! Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa rúmlega 2000 einstaklingar.
Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við ráðum hæfasta fólkið hverju sinni og fylgjum vönduðum stjórnsýsluháttum við ráðningar.
Var efnið hjálplegt?
Umsóknarfrestur frá: 25.03.2022
Umsóknarfrestur til: 03.07.2023
Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is
Deila starfi
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla eða tónlistarskóla, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni.
Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is
Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.
Umsóknarfrestur frá: 28.03.2022
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengjast málefnum fatlaðra, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Tengiliður: ernaar@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem liðsmaður hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Meginmarkmið með liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga með fötlun og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.
Hér er um að ræða umsóknargrunn sem er unnið úr ef tækifæri opnast og því er umsóknum ekki svarað sérstaklega nema til ráðningar komi.
Upplýsingar veitir Erna Aradóttir ernaar@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500.
Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem persónulegur ráðgjafi hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Meginmarkmið með persónulegri ráðgjöf er að veita börnum og unglingum stuðning til að takast á við persónuleg og félagsleg vandamál og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Hér er um að ræða önnur afleysingarstörf en í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og á sviði málefna fatlaðra. Þau störf eru auglýst sér á ráðningarsíðu.
Við leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt afleysingastörf. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf í leikskólum Hafnarfjarðar, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf. Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Umsóknarfrestur frá: 23.05.2023
Umsóknarfrestur til: 06.06.2023
Tengiliður: Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir
Lækjarskóli auglýsir eftir kennara í ensku á unglingastigi
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru um 450 talsins. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.
Undanfarið skólaár höfum við unnið markvisst með fjögur meginmarkmið: Samstarf heimils og skóla, heilbrigði og vellíðan, aukinn árangur nemenda og altæka hönnun náms (UDL).
Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.
Fyrir tveimur árum hófst innleiðing á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.
Við auglýsum nú eftir kennara á yngsta stigi sem jafnframt er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullri þróun starfsins í Lækjarskóla.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir G. Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 664-5877 eða í gegnum netfangið dogg@laekjarskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2023
Greinagóð ferilskrá fylgi umsókn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur frá: 16.05.2023
Umsóknarfrestur til: 05.06.2023
Tengiliður: Valdimar Víðisson
Öldutúnsskóli auglýsir eftir Tómstundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðina Ölduna
Við í Öldutúnsskóla auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum tómstundaleiðbeinanda til starfa. Ráðið er í stöðuna frá lok ágúst 2023.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Skólinn leggur ríka áherslu á umhverfismál og hefur tekið á móti Grænfánanum fimm sinnum.
Í Öldutúnsskóla eru um 620 nemendur í 1. – 10. bekk.
Félagsmiðstöðin Aldan býr börnum og unglingum í 5. – 10. bekk vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf í húsnæði skólans eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Starfið er unnið á grunni unglingalýðræðis og í anda forvarna. Aldan er vettvangur fyrir opið félagsstarf, skipulagða dagskrá, hópastarf og ýmsa viðburði sem starfsfólk framkvæmir með unglingunum.
Starfið hentar vel fyrir skólafólk eða fyrir þá sem eru að leita sér að aukavinnu.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.
Nánari upplýsingar um starfið veita Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 eða í gegnum netfangið valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is og/eða Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri, í síma 664-5712 eða í gegnum netfangið kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2023.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknarfrestur frá: 26.05.2023
Umsóknarfrestur til: 09.06.2023
Tengiliður: Hrönn Bergþórsdóttir
Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða kennara á miðstig skólaárið 2023 – 2024.
Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970, skólinn er heildstæður skóli með 1. – 10. bekk og eru nemendur um 480. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð – Virðing – Vinátta. Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum og er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og góðan námsárangur. Unnið er að þróun teymiskennslu og notkunar spjalda í skólastarfi. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli og starfar í anda grænfánans þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem annarra í skólasamfélaginu. Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal allra sem í skólanum starfa.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890, hronn@vidistadaskoli.is eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 6645891, valaj@vidistadaskoli.is
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2023
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur frá: 30.05.2023
Umsóknarfrestur til: 13.06.2023
Tengiliður: Bryndís Guðlaugsdóttir
Leikskólinn Hlíðarendi óskar eftir að ráða deildarstjóra í fullt starf
Leikskólinn Hlíðarendi er fjögurra deilda og er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis. Helstu áhersluþættir eru hreyfing, lífsleikni og umhverfismennt.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.
Fríðindi í starfi:
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veita Bryndís Guðlaugdóttir leikskólastjóri og Fjóla Kristjánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 555 1440. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið hlidarendi@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2023.
Tengiliður: Sigþrúður Sigþórsdóttir
Leikskólinn Hörðurvellir óskar eftir að ráða deildarstjóra. Um er að ræða 100% starf.
Leikskólinn Hörðuvellir er fjögurra deilda leikskóli með um 65 börn á aldrinum ca 18 mán – 6 ára. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað í hjarta bæjarins. Umhverfis lóðina eru Lækurinn og hraunið með fallegum lautum sem kjörið er til vettvangsferða og náttúruskoðunar.
Einkunnarorð leikskólans er: LEIKUR-REYNSLA -ÞEKKING, hinn frjálsi leikur er helsta námsleið barnanna í gegnum hann öðlast börnin reynslu og þekkingin eykst með árunum. Einnig er unnið að sameiginlegu átaki innan Hafnarfjarðar sem ber heitið“ Lestur er lífsins leikur.“
Fáist ekki starfsmenn með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri sigthrudur@hafnarfjordur.is sími 5550721.
Umsóknarfrestur er til og með 6.júní 2023
Tengiliður: sigthrudur@hafnarfjordur.is
Leikskólinn Hörðuvellir auglýsir eftir leikskólakennurum í 100% starf. Fáist ekki starfsmenn með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaða einstaklinga eða einstaklinga með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Leikskólinn er fjögurra deilda með 70 börn. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn.
Einkunnarorð leikskólans er: Leikur – Reynsla – Þekking.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.
Fríðindi í starfi:
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri, sigthrudur@hafnarfjordur.is, eða í síma 555-0721
Umsóknarfrestur til og með 6. júní 2023
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Tengiliður: Sigþrúður Sigurþórsdóttir
Leikskólinn Hörðuvellir að ráða leikskóla- og frístundaliða í100% starf. og hlutastarf. Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem hefur reynslu af vinnu með börnum.
Leikskólinn er fjögurra deilda með 75 börn. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk.
Fáist faglærður kennari til starfa, nýtur hann forgangs í starfið á grundvelli laga nr. 95/2019. Við hvetjum kennara til að sækja um. Leyfisbréf kennara fylgi umsókn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf, eða KÍ ef kennaramenntaður einstaklingur sækir um starfið.
Tengiliður: Elísabet Karlsdóttir
Leikskólinn Bjarkalundur auglýsir eftir sérkennara eða þroskaþjálfa í 100% starf.
Leikskólinn Bjarkalundur er staðsettur á Völlunum og er fjögurra deilda leikskóli sem opnaði haustið 2016. Leikskólinn lítur til starfsaðferða Reggio Emilia. Áherslur leikskólans eru: Snemmtæk íhlutun í málþroska ungra barna ásamt læsi, flæði og hreyfingu. Unnið er samkvæmt SMT, markmið SMT gengur m.a. út á að veita jákvæðri hegðun athygli og styrkja hana. Gildi leikskólans eru samvinna, virðing og umhyggja. Þau samskipti sem gilda innan skólans byggjast á þessum gildum og eiga að endurspeglast í öllu starfi skólans.
Í leikskólanum Bjarkalundi starfar jákvætt, áhugasamt og skemmtilegt starfsfólk sem leggur áherslu á fagmennsku.
Nánari upplýsingar veitir um starfið veitir Elísabet Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, elisabetk@hafnarfjordur.is, sími: 555-4941.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara eða Þroskaþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2023.
Umsóknarfrestur frá: 15.05.2023
Tengiliður: Lars Jóhann Imsland Hilmarsson
Hraunvallaskóli auglýsir eftir kennara til að sinna íslenskukennslu og umsjón á unglingastigi skólaárið 2023-2024.
Leitað er eftir kennara sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi á unglingastigi þar sem lögð er áhersla á samþættingu námsgreina, sjálfstæði nemenda og samvinnu kennara. Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.
Starfshlutfall er 100% og gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf 1. ágúst 2023.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is, Ásta Björk Björnsdóttir aðstoðarskólastjóri astabjork@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 13. júní 2023
Hraunvallaskóli auglýsir eftir grunnskólakennara til að sinna textílkennslu skólaárið 2023-2024
Skólinn hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Segja má að nemendur hefji skólagöngu sína átján mánaða í Hraunvallaskóla og ljúki henni við sextán ára aldur. Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta – samvinna – ábyrgð.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2023
Umsóknarfrestur frá: 19.05.2023
Umsóknarfrestur til: 02.06.2023
Tengiliður: Arnrún Einarsdóttir
Leikskólinn Víðivellir óskar eftir að ráða áhugasama og metnaðarfulla kennara í fullt starf.
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Leikskólinn Víðivellir er fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær byggir og rekur. Leikskólinn tók til starfa 28. febrúar 1977. Víðivellir er fjögurra deilda leikskóli. Í upphafi var ein af deildunum sérdeild fyrir fötluð börn en árið 1993 var hún lögð niður þegar skóli án aðgreiningar var tekið upp og áhersla á blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna. Hjá okkur eru um 100 börn með breytilega dvalartíma.
Hjá okkur starfar áhugasamt og skemmtilegt fólk, leikskólakennarar, þroskaþjálfar, starfsmenn með aðra háskólamenntun og leiðbeinendur. Lögð er sérstök áhersla á öfluga stoðþjónustu við nemendur með sérþarfir. Við erum í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga. Við leggjum mikið upp úr því að hvert barn fái að njóta sín sem einstaklingur og við notum tækifæri hvers dags til að kenna börnunum á allar hliðar daglegs lífs.
Menntunar- og hæfniskröfur
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnrún Einarsdóttir, arnrune@hafnarfjordur.is sími: 555-3599.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 19.mars 2023.
Umsóknarfrestur til: 14.06.2023
Tengiliður: Margrét Halldórsdóttir
Engidalsskóli óskar eftir kennara í hönnun og smíði í 70-80% starf, með möguleika á að fylla stöðuna með kennslu í öðrum námsgreinum. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023.
Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk. Næsta vetur verða nemendur um 230.
Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, samþættingu námsgreina og teymisvinnu. Skólinn er heilsueflandi, flaggar Grænfána og er að taka fyrstu skrefin í leiðsagnarnámi. Haustið 2021 hóf skólinn markvissa samþættingu skóla- og frístundastarfs og innleiðingu á Uppeldi til ábyrgðar. Við skólann er einstaklega skemmtileg skólalóð sem býður upp á fjölbreytta möguleika til leikja og útikennslu. Góður starfsandi og jákvæð samskipti eru meðal allra sem í skólanum starfa. Við leitum að fólki sem vill taka þátt í að byggja upp öflugt skólastarf með okkur
Leiðarljós skólans eru: Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, margreth@engidalsskoli.is í síma 555-4433.
Launakjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 14. júní 2023.
Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn. Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Engidalsskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í fullt starf.
Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk, í vetur eru nemendur um 240.
Leiðarljós skólans eru Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Í Engidalsskóla er starfrækt frístundaheimili fyrir 6 – 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 – 12 ára börn. Markmið frístundastarfs er að gefa börnum og ungmennum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.
Starfið felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur á skólatíma og stýra hópum í frístundastarfi skólans.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, margreth@engidalsskoli.is í síma 5554433.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitafélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.
Umsóknarfrestur frá: 01.06.2023
Umsóknarfrestur til: 15.06.2023
Tengiliður: Dögg Gunnarsdóttir
Við leitum að öflugum einstaklingi með iðnmenntun til að sinna fasteignaumsjón við skólann. Um er að ræða 100% starf frá og með 1. ágúst 2023. Um er að ræða 100% starf sem unnið er á dagvinnutíma, frá kl. 7:30-16:00, alla virka daga. Starfinu fylgir ákveðin ábyrgð og vinna utan hefðbundins vinnutíma. Starfsmaður sinnir fasteignaumsjón í grunnskólanum ásamt þeim byggingum/deildum/íþróttamannvirkjum sem fylgja viðkomandi grunnskóla og ber ábyrgð á viðhalds- og öryggismálum.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð
Hafðu samband við Dögg Gunnarsdóttur, skólastjóra Lækjarskóla í síma 664-5877, dogg@laekjarskoli.is eða Örnu B. Arnardóttur, aðstoðarskólastjóra, arna@laekjarskoli.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2023.
Umsóknarfrestur frá: 04.05.2023
Umsóknarfrestur til: 08.06.2023
Tengiliður: evabjork@aslandsskoli.is
Skóla- og frístundaliði í fyrir skólaárið 2023-2024
Áslandsskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 50% starf á frístundaheimilið Tröllaheima.
Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í 1. – 4. bekk í frístundaheimilinu Tröllaheimum eftir hádegi virka daga frá kl. 13:00 til kl. 17:00. Starfið hentar vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi.
Tröllaheimar býður upp á fjölbreytt tómstundarstarf þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Á skipulagsdögum skólans og virkum dögum í jóla- og páskafríi er frístundaheimilið opið frá kl. 8:00 til kl. 17:00.
Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og eru um 450 nemendur í skólanum. Einkunnarorð skólans eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag.
Nánari upplýsingar um starfið veita Eva Björk Jónsdóttir deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar evabjork@aslandsskoli.is eða í síma 664-5785 og Unnur Elfa Guðmundsdóttir skólastjóri, unnur@aslandsskoli.is, eða í síma 585-4600.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 8.júní 2023
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins
Umsóknarfrestur frá: 25.05.2023
Engidalsskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta/miðstig í 80-100% starf. Ráðið er frá og með 1. ágúst 2023.
Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2023.
Tengiliður: Dögg Gunnarsdóttur
Lækjarskóli óskar eftir að ráða þroska- eða iðjuþjálfa.
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 140 á unglingastigi. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.
Undanfarið skólaár höfum við unnið markvisst með þrjú meginmarkmið: Starfsánægju, samræmt námsmat og upplýsingatækni með áherslu á G-suite og Mentor. Starfsfólk hefur til dæmis fengið námskeið í Breakout EDU, Nearpod og Seesaw á síðasta skólaári svo eitthvað sé nefnt.
Á næsta skólaári hefur Lækjarskóli innleiðingu á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda og fá þá til að taka virkan þátt og bera ábyrgð á eigin námi.
Við auglýsum nú eftir einstakling í fullt starf sem jafnframt er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullri þróun starfsins í Lækjarskóla.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn ekki hika við að hafa samband við okkur í Lækjarskóla.
Hafðu samband við Dögg Gunnarsdóttur, skólastjóra í síma 6645877 dogg@laekjarskoli.is eða Margréti Ósk Gunnarsdóttir, deildarstjóri sérdeilda margreto@laekjarskoli.is .
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og þroskaþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur frá: 22.05.2023
Tengiliður: Lars J. Imsland
Hraunvallaskóli auglýsir eftir kennara til að sinna enskukennslu og umsjón á unglingastigi skólaárið 2023-2024.
Annast enskukennslu og umsjón á unglingastigi í samráði samkennara, skólastjórnendur og foreldra.
Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk skólans
Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
Vinnur eftir SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
Skýr skuldbinding gagnvart stefnu og áherslum skólans
Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
Reynsla af kennslu æskileg
Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
Stundvísi og samviskusemi
Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur frá: 31.05.2023
Tengiliður: Helena Unnarsdóttir
Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða félagsráðgjafa til starfa innan barnaverndar. Um er að ræða 100% stöðugildi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Hafnarfjarðarbær hefur undanfarin ár þróað verklag í snemmbærum stuðningi í þjónustu við leik- og grunnskólabörn sveitafélagsins sem kallast Brúin. Áhersla er lögð á samþætta þjónustu við börn og fjölskyldur á fyrri stigum með aukinni samvinnu aðila í nærumhverfinu. Verklag Brúarinnar er í takt við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.
Nánari upplýsingar veitir Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar Hafnarfjarðar
helenau@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Ferilskrá, kynningarbréf og starfsréttindi fylgi umsókn.
Tengiliður: Telma Ýr Friðriksdóttir
Leikskólinn Bjarkalundur auglýsir eftir kennara í 100% starf.
Leikskólinn Bjarkalundur er staðsettur á Völlunum og er fjögurra deilda leikskóli sem opnaði haustið 2016. Leikskólinn lítur til starfsaðferða Reggio Emilia. Áherslur leikskólans eru snemmtæk íhlutun í starfi með börnum ásamt læsi og flæði. Unnið er samkvæmt SMT skólafærni, sem gengur m.a. út á það að veita jákvæðri hegðun athygli og styrkja hana. Gildi leikskólans eru samvinna, virðing og umhyggja. Samskipti innan skólans byggjast á þessum gildum og eiga þau að endurspeglast í öllu starfi skólans.
Í leikskólanum Bjarkalundi starfar jákvætt, áhugasamt og skemmtilegt starfsfólk þar sem áhersla er lögð á fagmennsku.
• Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra
• Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
• Vinnur náið í samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er eiga við og aðaðlámskrá leikskóla.
• Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
• Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
• Reynsla af starfi í leikskóla er æskileg
• Þekking á starfsaðferðum Reggio Emilia er æskileg
• Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslenskukunátta er skilyrði
Upplýsingar um starfið veitir Elísabet Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, elisabetk@hafnarfjordur.is eða í síma 555-4941
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 14. júní 2023.
Tengiliður: Ingibjörg Magnúsdóttir
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum þroskaþjálfa til að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi með okkur. Ráðið er í stöðuna út skólaárið með möguleika á framlengingu.
Skarðshlíðarskóli óskar eftir drífandi og kraftmiklum sérkennara til að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.
Innleiðing á UDL (Universal Design for Learning) hófst haustið 2020. UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám.
Skarðshlíðarskóli er heildstæður grunnskóli með nemendur í 1. til 10.bekk. Þegar hverfið verður fullbyggt verða um 450 til 500 nemendur í skólanum. Skólahúsnæðið er glæsilegt og er skólinn vel tækjum búinn, með íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði. Í
Helstu verkefni:
Hæfniskröfur:
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2023
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871 eða í tölvupósti ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Skarðshlíðarskóli óskar eftir drífandi og kraftmiklum deildarstjóra til að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Skarðshlíðarskóli er heildstæður grunnskóli með nemendur í 1. til 10.bekk. Þegar hverfið verður fullbyggt verða um 450 til 500 nemendur í skólanum. Skólahúsnæðið er glæsilegt og er skólinn vel tækjum búinn, með íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2023 til 31.12.2023
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Tengiliður: ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Kvenkyns baðvörður óskast í Skarðshlíðarskóla fyrir skólaárið 2023 – 2024
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum kvenkyns skóla og frístundaliða til að sinna baðvörslu í 100% starfshlutfalli
Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Helstu verkefni og ábyrgð:·
· Sér um baðvörslu í íþróttahúsi Skarðshlíðarskóla
· Sér um þrif í íþróttahúsinu
· Tekur á móti nemendum á morgnana
· Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
· Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og salernum snyrtilegum yfir daginn
· Starfar með nemendum með sértæka vanda
· Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
· Reynsla af starfi með börnum er æskileg
· Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
· Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
· Stundvísi og samviskusemi
· Mjög góð íslenskukunnátta
· Almenn tölvukunnátta
Ráðið er í stöðuna frá 15. ágúst 2023
Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2022.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika.
Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa skólaárið 2023 – 2024.
Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970, skólinn er heildstæður skóli með 1. – 10. bekk og eru nemendur um 500. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð – Virðing – Vinátta. Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum og er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og góðan námsárangur. Unnið er að þróun teymiskennslu og notkunar spjalda í skólastarfi. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli og starfar í anda grænfánans þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem annarra í skólasamfélaginu. Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal allra sem í skólanum starfa.
· Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Umsóknarfrestur til: 31.05.2023
Tengiliður: Bergþór Snær Gunnarsson
Allir unglingar, 14–17 ára, sem búa í Hafnarfirði geta fengið vinnu á sumrin hjá Vinnuskólanum. Þar er boðið upp á uppbyggileg störf og fræðslu í öruggu umhverfi. Starfsfólk fær skemmtilega innsýn í atvinnulífið auk þess að fá að undirbúning fyrir almenna vinnumarkaðinn.
Hér er hægt að sækja um vinnuskólan
Tengiliður: Hjördís Fenger
Leikskólinn Tjarnarás óskar eftir að ráða metnaðarfullan kennara í fullt starf.
Leikskólinn Tjarnarás er fjögurra deilda leikskóli í Áslandinu, þar sem stutt er í ósnortna náttúruna. Helstu áherslur í starfi skólans er þátttaka, frumkvæði og sköpun barnanna þar sem frjálsi leikurinn er í fyrirrúmi.
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Fenger, leikskólastjóri, hjordisf.@hafnarfjordur.is og Eygló Sif Halldórsdóttir aðstoðarleikskólastjóri eyglosif@hafnarfjordur.is í síma 5659710
Umsóknarfrestur er til og með 16.06. 2023.
Umsóknarfrestur frá: 11.04.2023
Umsóknarfrestur til: 07.06.2023
Tengiliður: Tinna Dahl Christiansen
Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir á biðlista fyrir sumarstarf hjá Hafnarfjarðarbæ, 18 ára og eldri. Biðlistinn verður opinn til og með 7. júní 2023.
Á þessari stundu er alls óvíst hvort ráðið verður af biðlistanum og eru umsækjendur hvattir til að sækja einnig um annars staðar.
Vinnuskólinn býður upp á fjölbreytt störf t.d. við flokkstjórn, slátt, garðyrkjustörf, sumarnámskeið og fleira.
Fyrirspurnir má senda á skrifstofu Vinnuskólans á vinnuskoli@hafnarfjordur.is.
Tengiliður: Steinunn Óskarsdóttir
Sumarstarfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk – Drekavellir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í lærdómsríkt starf á heimili fatlaðs fólks, staðsett á Völlunum. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Spennandi og skemmtilegt starf, með fjölbreyttum verkefnum í vaktavinnu. Viðkomandi þarf að geta unnið helgar, morgun, kvöld og næturvaktir. Um er að ræða 80% starf.
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.
Frekari upplýsingar um starfið Steinunn Óskarsdóttir, forstöðukona í síma: 544-2360, netfang: steinunno@hafnarfjordur.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Tjarnarás auglýsir eftir sérkennara í 100% starf. Leikskólinn Tjarnarás er fjögurra deilda leikskóli í Áslandinu, þar sem stutt er í ósnortna náttúruna. Helstu áherslur í starfi skólans er þátttaka, frumkvæði og sköpun barnanna þar sem frjálsi leikurinn er í fyrirrúmi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða einstakling með aðra háskólamenntun og þá með þekkingu og reynslu af sérkennslu, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Fenger leikskólastjóri, hjordisf@hafnarfjordur.is eða í síma 5659710
Umsóknarfrestur er til og með 09.06.2023
Umsóknarfrestur frá: 03.05.2023
Tengiliður: lars@hraunvallaskoli.is
Hraunvallaskóli auglýsir eftir kennara til að sinna umsjónarkennslu á yngsta og miðstigi skólaárið 2023-2024.
Starfshlutfall er 80-100% og gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf 1. ágúst 2023.
Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum.
Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 13. júní 2023.