Nýtt starfsfólk

Það er tekið vel á móti nýju starfsfólki og það fær aðstoð við að kynnast starfinu, starfsvenjum og samstarfsfólki.

Mikil áhersla er lögð á er lögð á nýliðafræðslu og móttöku nýs starfsfólks. Reyndara starfsfólk tekur þátt í aðlögun og þjálfun og tryggir að móttökuferli sé fylgt eftir. Til að auðvelda nýju starfsfólki að ná tökum á starfinu og kynnast starfsmannahópnum er sett upp þjálfunaráætlun.

Reglulega eru haldin nýliðanámskeið. Hafnarfjarðarbær hefur öflugt fræðslukerfi þar sem öll nýliðafræðsla fer fram, auk þess má þar finna ýmis konar fræðsluefni. Starfsfólk er hvatt til þess að viðhalda starfsþróun og símenntun.