Leik- og boltavellir

Í Hafnarfirði er gaman að leika sér úti á fjölmörgum stöðum.

Leikvellir fyrir börn

Opnir leikvellir, boltavellir og ærslabelgir eru staðsettir víðsvegar í bænum. Á kortavefnum má finna staðsetningu allra leikvalla og ærslabelgja.

Leikvellir fyrir fullorðna

Á Víðistaðatúni er bæði tennisvöllur Hafnfirðinga og sex holu frisbígolfvöllur. Frítt er á vellina og ekki nauðsynlegt að bóka fyrirfram.

Upplýsingaskilti um leikreglur og skipulag frisbígolfvallarins er á túninu fyrir neðan Víðistaðakirkju.