Fjölmenning

Hafnarfjörður tekur vel á móti fólki af erlendum uppruna og hvetur til aukinna þátttöku þeirra.

Innflytjendur í Hafnarfirði

Á undanförnum árum hefur Hafnarfjörður markvisst lagt aukna áherslu á málefni innflytjenda enda eru í kringum 16% íbúa bæjarins af erlendum uppruna. Pólverjar eru fjölmennastir, næstir þeim koma Litháar, Lettar, Rúmenar og Portúgalar.

Praktískar upplýsingar fyrir innflytjendur

  • Fjölmenningarsetrið veitir innflytjendum upplýsingar um að flytja til Íslands, hvernig er að búa hér og hver réttindi þeirra eru.
  • Á Ísland.is má finna upplýsingar um alla opinbera þjónustu
  • Rafræn skilríki eru nauðsynleg fyrir flesta rafræna þjónustu á Íslandi.
  • Living in Iceland er með praktískar upplýsingar fyrir innflytjendur á ensku.