Heilsa

Reglulegt hreyfing getur skipt sköpum þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu. Í Hafnarfirði má finna öflugt félagsstarf og hreyfingu fyrir eldri borgara.

Heilsuefling

Frístundastyrkur

Eldri borgarar geta fengið frístundastyrk í formi tekjutengdrar niðurgreiðslu fyrir íþrótta- og tómstundastarf, allt að 4000 kr. á mánuði. Sótt er um styrkinn á Mínum síðum. Einnig er frítt fyrir eldri borgara í allar sundlaugar bæjarins.

Tekjuviðmið vegna frístundastyrks árið 2024.

Einstaklingar: 442.912kr á mánuði

Hjón: 575.786 kr á mánuði

Janus heilsuefling

Hafnarfjörður er stoltur samstarfsaðili Janusar heilsueflingu sem vinnur að bættri heilsu og lífsgæðum eldri borgara.

Innifalið í þjálfuninni er:

  • Þolþjálfun einu sinni í viku
  • Styrktarþjálfun tvisvar í viku
  • Reglulegar mælingar
  • Fræðslufundir
  • Lokaður Facebook-hópur
  • Aðgangur að heilsu-appi

Skrifstofa Janusar heilsueflingar er staðsett í  Suðurhrauni 10, 210 Garðabæ. Sótt er um á vefsíðu Janusar. Hægt er að nýta frístundastyrk til niðurgreiðslu á gjaldi.

Hjallabraut 33

Á Hjallabraut 33 má finna ýmsa þjónustu fyrir eldri borgara:

  • Leikfimi. Þriðjudaga og föstudaga kl. 10:45. Upplýsingar í síma 585 1912.
  • Hárgreiðslustofa. Pantanir í síma 565 3680.
  • Snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Pantanir í síma 866 6015.
  • Mötuneyti.

Sólvangsvegur 1

  • Verslunarferðir. Farið frá Sólvangsvegi 1 í Bónus, alla þriðjudaga kl. 14.
  • Mötuneyti.

Dagdvöl

Hægt er að sækja um dagdvöl á Hrafnistu, Sólvangi eða í Drafnarhúsi (fólk með heilabilun). Þar er boðið upp á félagsstarf og hvíld.

Stuðningur við syrgjendur

Sorgarmiðstöð styður við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Þar er hægt að sækja mismunandi fræðsluerindi, koma í stuðningshóp, djúpslökun, opið hús, taka þátt í göngum eða mæta á námskeið. Sorgarmiðstöð er öllum opin.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu þeirra, senda tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is eða hringja í síma 551 4141 alla virka daga frá 10–14.