Eldra fólk

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Matarþjónusta

Holl næring skiptir miklu máli til að halda heilsu og færni. Eldri borgarar eiga kost á mat í mötuneytum eða sendan heim.

Mötuneyti fyrir eldri borgara

Í bænum eru tvö mötuneyti þar sem eldri borgarar geta mætt alla virka daga frá 11:30–12:30.

  • Hjallabraut 33. Upplýsingar í síma 664 5732
  • Sólvangsvegur 1. Upplýsingar í síma 565 2392

Gjaldskrá

Mötuneytismatur kr.
Mötuneytismatur með afsláttarkorti 750
Mötuneytismatur, stök máltíð 939kr

Heimsendur matur

Þau sem geta ekki séð sjálf um matseld í skemmri eða lengri tíma og hafa ekki tök á að fara í mötuneyti geta fengið heimsendan mat. Sækja þarf um að fá heimsendan mat á Mínum síðum og vottorð frá fagaðila þarf að fylgja með.

Gjaldskrá

Heimsendur matur Verð
Hver máltíð 939kr
Heimsendingargjald 346kr