Eldri borgarar

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Stuðningur heima

Sækja um stuðning

Mikilvægt er að eldra fólk geti haldið sjálfstæði sínu og búið sem lengst heima við sem eðlilegastar aðstæður.

Stuðningsþjónusta

Þjónustan veitir aðstoð við heimilishald og persónulega umhirðu sem eldra fólk eða aðrir fullorðnir á heimilinu geta ekki sinnt. Þjónustan er í boði á daginn, kvöldin og um helgar.

Aðstoð sem boðið er upp á:

 • Heimilisþrif
 • Persónulegt hreinlæti
 • Lyfjainntaka
 • Aðstoð við að klæðast
 • Félagslegur stuðningur
 • Hvatning í formi innlits
 • Aðstoð við innkaup
 • Heimsending á mat

Sækja þarf um stuðningsþjónustu á Mínum síðum.

Önnur þjónusta sem hægt er að fá til að styðja við að búa á eigin heimili er akstursþjónusta og dagdvöl.

Beingreiðslur

Ef þjónustuþörfin þarf að vera sveigjanlegri er hægt að gera samning um að ráða til sín starfsfólk eftir því sem hentar á heimilinu. Bærinn greiðir fyrir það. Tímafjöldi fer eftir þjónustuþörf en getur verið allt að 60 tíma á mánuði.

Til að sækja um beingreiðslur er best að byrja á að panta viðtal við ráðgjafa í síma 585 5500

Afsláttur af fasteignagjöldum

Eldri borgarar og örorkuþegar sem eiga íbúð fá afslátt af fasteignagjöldum.

Til að eiga rétt á afslætti þarf að:

 • eiga eigin íbúð í Hafnarfirði
 • vera að minnsta kosti 67 ára eða 75% öryrki
 • hafa ekki leigutekjur af viðkomandi húsnæði
 • hafa ekki fullvinnandi einstakling annan en maka sem býr á heimilinu

Félagslegt leiguhúsnæði

Eldri borgarar með lágar tekjur geta líka sótt um félagslegt húsnæði hjá bænum til að fá stuðning við að búa á eigin heimili.

Stuðningsþjónusta per klst.
Einstaklingar
Einstaklingar með tekjur undir 382.239 kr. á mánuði Frítt
Einstaklingar með 382.240–458.687 kr. í tekjur á mánuði 652 kr.
Einstaklingar með hærri tekjur en 458.687 kr. á mánuði 1.317 kr.
Hjón
Hjón með tekjur undir 621.141 kr. á mánuði Frítt
Hjón með tekjur frá 621.142–745.366 kr. á mánuði 652 kr.
Hjón með hærri tekjur en 745.366 kr. á mánuði 1.317 kr.