Eldra fólk

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Öldungaráð

Öldungaráð gætir hagsmuna eldra fólks í Hafnarfirði og veitir bæjarstjórn ráðgjöf.

Öldungaráð veitir bæjaryfirvöldum og stofnunum bæjarins ráðgjöf varðandi mál eldra fólks í bænum. Ráðið hefur samráð við samtök eldri borgara í Hafnarfirði og annað fólk sem vinnur að málefnum þeirra.

Verkefni Öldungaráðs eru:

  • Að fylgjast með velferð eldra fólks í Hafnarfirði.
  • Að gera tillögur til bæjarins um öldrunarþjónustu.
  • Veita umsagnir varðandi stefnumótandi ákvarðanir og reglur er lúta að málefnum eldri borgara.
  • Leitast við að eldri borgarar fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna þeim þá kosti sem eru í boði.

Bæjarstjórn tilnefnir þrjá fulltrúa og tvo til vara. Einn þeirra er ritari ráðsins. Félag eldri borgara í Hafnarfirði tilnefnir þrjá fulltrúa og tvo til vara. Heilsugæslan í Hafnarfirði tilnefnir einn og einn til vara.

 

Öldungaráð

Aðalmenn

Nafn Hlutverk Stjórnmálaflokkur
Valgerður Sigurðardóttir
Tilnefnd af Félagi eldri borgara
Formaður
Þórarinn Þórhallsson Varaformaður
Guðlaug Steinsdóttir
Tilnefnd af heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins
Tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisinns
Gylfi Ingvarsson
Tilnefndur af Félagi eldri borgara
Tilnefndur af Félagi eldri borgara
Helga Ragnheiður Stefánsdóttir Sjálfstæðisflokkur
Valgerður M. Guðmundsóttir Samfylkingin
Þórdís Bakkmann Kristinsdóttir
Tilnefnd af Félagi eldri borgara
Tilnefnd af Félagi eldri borgara
Herdís Hjörleifsdóttir Ritari