Eldra fólk

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Akstursþjónusta

Sækja um akstur

Eldri borgarar sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur geta fengið akstursþjónustu til að komast til læknis, í sjúkraþjálfun, endurhæfingu eða dagdvöl.

Hverjir eiga rétt á akstursþjónustu eldri borgara?

Íbúar í Hafnarfirði sem eru 67 ára eða eldri. Annað sem þarf að uppfylla er:

  • Að búa sjálfstætt.
  • Ekki eiga bíl.
  • Vera ófær um að nota almenningssamgöngur.

Hvernig er sótt um akstursþjónustu?

Það er sótt um á Mínum síðum. Ef verið er að sækja um fleiri en 8 ferðir þarf að koma skrifleg umsögn fagaðila um þörfina, til dæmis læknis eða sjúkraþjálfara.

Til að fá meiri upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á akstur@hafnarfjordur.is

Hvernig á að panta akstur?

Það er hægt að panta annað hvort á vefsíðu hópbíla eða hringja í 599 6084. Pöntunin þarf að berast með allavega tveggja tíma fyrirvara. Ef það er minna en sólarhringur þar til ferðin er er best að hringja. Síminn er opinn alla virka daga frá 7–15, og um helgar frá 07–16.

Á hvaða tíma er ekið?

Aksturstími er alla daga frá kl. 06:30–00:00. Á stórhátíðum er akstur frá kl. 10–22.