Hafðu áhrif

Ertu með ábendingu, sögu af þjónustuupplifun eða viltu koma hugmynd á framfæri? 

Taktu þátt og hafðu áhrif! 

Við viljum að allir bæjarbúar geti haft áhrif á bæinn okkar. Endilega taktu virkan þátt og leggðu þitt af mörkum til uppbyggingar og þróunar á þjónustu bæjarins, samfélaginu og umhverfi.

Ertu með ábendingu?

Er eitthvað sem þér finnst mega lagfæra í umhverfinu eða þjónustu eða er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri við starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar? Sendu okkur þá ábendingu. Við fögnum þeim öllum!

Ertu með góða hugmynd? 

 Þá er Betri Hafnarfjörður málið, samráðsvettvangur þar sem bæjarbúum gefst tækifæri til að setja fram smærri og stærri hugmyndir. 

Íbúaráð

Í bænum starfa ýmis ráð þar sem íbúar geta haft áhrif. Ungt fólk hefur tækifæri til þess í ungmennaráði Hafnarfjarðar, síðan eru starfandi öldungaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fólks með fötlun.

Ertu með fyrirspurn?

Það eru ýmsar leiðir til þess að koma þinni fyrirspurn á framfæri. Þú getur:

 • Sent ábendingu gegnum Ábendingagátt.
 • Spjallað við þjónustufulltrúa í netspjalli á forsíðu.
 • Hringt í þjónustuver Hafnarfjarðar í síma 585 5500
 • Sent tölvupóst á netfangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is.   
 • Heimsótt þjónustuverið Strandgötu 6 á opnunartíma.
 • Sent tölvupóst á bæjarráð Hafnarfjarðar.
 • Sent einfalda fyrirspurn í gegnum Facebook-síðu bæjarins. 
 • Pantað viðtalstíma við bæjarstjóra í síma 585 5506.
 • Mætt á íbúafundi og látið álit þitt í ljós. Allir fundir eru auglýstir á vefnum og Facebook.
 • Tekið þátt í útsendum könnunum um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar.

Hvernig getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum Hafnarfjarðarbæjar? 

 • Fréttir, tilkynningar, auglýsingar og allir viðburðir eru aðgengilegir á vefnum. 
 • Fylgstu með á Facebook-síðu bæjarins.   
 • Mínar síður er þjónustugáttin þín við bæinn. Þar má finna upplýsingar um gjöld og umsóknareyðublöð fyrir alls konar þjónustu.
 • Á kortavefnum má finna upplýsingar um skipulag bæjarins, uppdrætti, teikningar, hverfaskiptingu, skólahverfi, verndarsvæði, lagnir, samgöngur og fleira.