Sorphirða

Öll heimili í Hafnarfirði eiga að vera með grátunnu og blátunnu. Tilgangurinn er að auðvelda og auka flokkun á rusli til að skapa umhverfisvænna samfélag. Grátunna er tæmd á 14 daga fresti og blátunna á 28 daga fresti. 

Sorphirðu tunnur
Grátunnur - Dagsetningar:
  Blátunnur - Dagsetningar:

   Næsta losun á sorpi

   Sláðu inn götuheiti og fáðu upp sorphirðudagatal fyrir það svæði.

   Grátunna

   Í grátunnuna fer:

   • Almennt heimilissorp, eins og matarleifar, bleyjur, matarmengaðar umbúðir og þess háttar.
   • Plast sem er flokkað frá í sérpoka.
   • Málmar, til dæmis niðursuðudósir, krukkulok og álbakkar, fara lausir í tunnuna.

   Í móttökustöð Sorpu í Gufunesi er pokarnir með plastinu flokkaðir frá með vélbúnaði og málmarnir flokkaðir frá með seglum. Úr lífræna hlutanum er framleitt metan.

   Grátunnan er losuð á 14 daga fresti.

   Grátunna / Orkutunna

   Blátunna

   Í blátunnuna á að setja allan pappírs- og pappaúrgang.

   Til dæmis:

   • Dagblöð
   • Tímarit
   • Fernur
   • Sléttan pappa
   • Eggjabakka
   • Skrifstofupappír
   • Bylgjupappa

   Það á alls ekki að setja matarleifar, plastpoka eða aukarusl í þessa tunnu.

   Blátunnan er tæmd á 28 daga fresti.

   Blátunna

   Spilliefni og stórir hlutir

   Það má ekki setja spilliefni í ruslatunnur. Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað eiga að fara á gámastöðvar.

   Fá tunnur

   Á Mínum síðum er hægt að panta grá- og blátunnur og biðja um losun á auka tunnum.

   Hjá Þjónustumiðstöð er hægt að kaupa ný lok á tunnur (árgerð 2013 eða yngri) og fá nýja tappa.

   Grenndargámar

   Það eru grenndargámar á sjö stöðum í Hafnarfirði. Á öllum stöðum eru gámar fyrir pappír, plast og gler, auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra.

   Sorptunnugeymslur

   Frágangur og umgengni um sorp skiptir miklu máli. Gert er ráð fyrir plássi fyrir tvær tunnur við sérbýli í byggingarreglugerð en í einhverjum tilfellum við sérbýli og fjölbýli þarf að útbúa sorptunnuskýli. Íbúar eiga að útbúa skýlin í samræmi við samþykkt skipulag. Ýmsir aðilar bjóða upp á lausnir í þessum efnum. 

   Sorpgeymslur sem eru læstar skulu vera með samræmdum lás við kerfið sem Hafnarfjarðarbær notar. Lásana má nálgast til dæmis í Húsasmiðjunni, Lásahúsinu, Neyðarþjónustunni og Lásaþjónustunni.

   Það stendur til að auka flokkunartunnur á heimilum frá tveimur í fjórar. Mögulega þarf þá að hafa tvískipta djúpgáma fyrir flokkun eða fjölga gámunum.

   Jarðvegslosun

   ​Í Bolaöldum er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni eins og mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum, til dæmis einangrun, pappa og klæðningu.

   Smærri farma úrgangs má fara með í Sorpu við Breiðhellu. Íbúar greiða ekki fyrir losun á úrgangi frá daglegum heimilisrekstri. Fyrirtæki greiða ekki fyrir endurvinnsluefni. Förgun grass, trjágreina og garðaúrgangs frá heimilum er gjaldfrjáls hjá Sorpu.