Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í Hafnarfirði er fjórflokkun sorps við hvert heimili lögum samkvæmt; matarleifar, blandaður úrgangur, plast og pappír. Auk þess eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa það á grenndarstöðvum eða næstu endurvinnslustöð. Matarleifar og blandaður úrgangur er tæmdur á 14 daga fresti og plastumbúðir og pappír á 28 daga fresti.
Allar almennar upplýsingar um fjórflokkun heimilissorps má finna á vefnum www.flokkum.is.
Sértækar upplýsingar fyrir Hafnarfjörð má finna hér fyrir neðan.
Sláðu inn götuheiti og fáðu upp sorphirðudagatal fyrir það svæði.
Í Hafnarfirði er fjórflokkun sorps við hvert heimili lögum samkvæmt; matarleifar, blandaður úrgangur, plast og pappír. Auk þess eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir sem hægt er að fara með á grenndarstöðvar eða næstu endurvinnslustöð.
Í lífrænu tunnuna fara meðal annars:
Lífrænn úrgangur er losaður á 14 daga fresti.
Í tunnuna fyrir blandaðan úrgang fara meðal annars:
Blandaður úrgangur er tæmdur á 14 daga fresti.
Í pappírstunnuna fara meðal annars:
Pappírstunnan er tæmd á 28 daga fresti.
Í plasttunnuna fara meðal annars:
Plasttunnan er tæmd á 28 daga fresti.
Gler, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verður safnað á grenndarstöðvum.
Skynjarar verða settir í alla grenndargáma til að tryggja tímanlega losun, og málmumbúðum og gleri verður safnað á öllum grenndarstöðvum. Nánar um nýtt og snjallar hlutverk grendarstöðva.
Það má ekki setja spilliefni í ruslatunnur. Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað eiga að fara á endurvinnslustöðvar.
Á síðunni flokkum.is má finna svör við algengum spurningum. Þar er hægt að kynna sér nánar nýtt flokkunarkerfi, grenndargáma og allt sem snýr að nýjum sorptunnum.
Hér má finna upplýsingar um fyrirkomulag sorpíláta í fjölbýlum og sérbýlum.
Það er á ábyrgð fasteignaeiganda og húsfélaga að sjá til að réttur fjöldi íláta í hverjum flokki sé til staðar.
Á Mínum síðum er hægt að kaupa nýjar 240L tunnur og panta losun á aukatunnum.
Hjá Þjónustumiðstöð er hægt að kaupa ný lok á tunnur (árgerð 2013 eða yngri) og fá nýja tappa. Fasteignaeigendur í Hafnarfirði eiga sín sorpílát og sjá um kaup, endurnýjun og viðhald þeirra.
Það eru grenndargámar á sex stöðum í Hafnarfirði. Á öllum stöðum eru gámar fyrir pappír, plast og gler, auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra. Stór málmgámur er staðsettur við grenndarstöðina við Fjörð.
Frágangur og umgengni um sorp skiptir miklu máli. Ýmsir aðilar bjóða upp á lausnir í þessum efnum.
Sorpgeymslur sem eru læstar skulu vera með samræmdum lás við kerfið sem Hafnarfjarðarbær notar. Lásana má nálgast til dæmis í Húsasmiðjunni, Lásahúsinu, Neyðarþjónustunni og Lásaþjónustunni.
Í Bolaöldum er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni eins og mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum, til dæmis einangrun, pappa og klæðningu.
Smærri farma úrgangs má fara með í Sorpu við Breiðhellu. Íbúar greiða ekki fyrir losun á úrgangi frá daglegum heimilisrekstri. Fyrirtæki greiða ekki fyrir endurvinnsluefni. Förgun grass, trjágreina og garðaúrgangs frá heimilum er gjaldfrjáls hjá Sorpu.
Var efnið hjálplegt?