Jólabærinn Hafnarfjörður

Jólabærinn tekur hlýlega á móti þér

Hafnarfjörður breytist í sannkallaðan jólabæ í aðdraganda jóla þar sem fjölskyldur og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu. Hér eru mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi vörur, blómstrandi menning, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Hefð hefur skapast fyrir jólaleið sem liggur um hjarta Hafnarfjarðar og felur í sér bland í poka af upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingum og heilum helling af frískandi hafnfirsku sjávarlofti. Aðventan er tími samveru og jólabærinn Hafnarfjörður fullkominn staður til að skapa fallegar og góðar minningar.

Við erum jólabærinn!

Jólaviðburðir

23 nóv - 21 des

Syngdu með Sveinka

Syngdu með Sveinka er söngsýning (sing-a-long) sem verður flutt í Hraunbyrgi, Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði þessi jólin. Syngdu með Sveinka…

13 - 15 des

Jólaþorpið í Hafnarfirði. Helgin 13. – 15. desember

Komdu að njóta með okkur!   Jólaþorpið í Hafnarfirði opnaði um síðastliðna helgi þegar ljósin voru tendruð á Cuxhaven-jólatrénu á…

Köldu ljósin: Sýningaropnun

Byggðasafn Hafnarfjarðar opnar sýninguna Köldu ljósin föstudaginn 13. desember kl. 17. Öllum er boðið að vera viðstödd. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri…

14 des

Hátíð Hamarskotslækjar 

Hátíð Hamarskotslækjar verður í ár í Hafnarborg 14. desember kl. 15. Hægt er að hlýða á fyrirlestur Steinunnar Guðnadóttur um…

14 des

Hátíð í bæ – Jólahjón

Jólahjón – Hátíð í bæ Senn líður að jólum og þar með auðvitað að fjórtándu tónleikum Jólahjóna sem að þessu…

15 des

10 kílómetra Kaldárhlaup

Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í minningu Jóhannesar J. Reykdal, verður haldið sunnudaginn 15. desember. Hlaupið er frá Kaldárseli og hlaupið…

Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju

Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju  Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða tónleikarnir í Hafnarfjarðarkirkju…

31 des - 1 jan

Sjósund og sauna við Langeyrarmalir

Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Fyrirtækið Trefjar setja upp sauna-klefi á Langeyrarmalir…

Jólafréttir og tilkynningar