Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hér er hægt að skoða námskeið og sumartómstund á vegum Hafnarfjarðarbæjar auk upplýsinga um Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Skipulagt starf sem ætlað er börnum og ungmennum á aldrinum 6-16 ára.
Opið fyrir skráningar frá og með 3. maí 2024. Skráning á námskeið og í sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Dagana 7. – 22. ágúst, þar til starf grunnskólanna hefst með formlegum hætti, er boðið uppá fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund á öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir 6 ára útskriftarhópa leikskólanna eða þau börn sem eru að hefja grunnskólagöngu frá hausti. Námskeiðin eru líkt og hefðbundin sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.
Námskeiðin eru þrískipt – hægt er að velja á milli eftirfarandi:
Í Hafnarfirði eru sumarnámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum fyrir börn í 1. – 3. bekk (7-9 ára). Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum. Dagskrá getur verið breytileg eftir hvaða frístundaheimili er valið. Skráning þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudegi eigi barn að byrja á mánudegi. Námskeiðin, sem ætluð eru 7-9 ára hefjast 10. júní og standa flest yfir til 28. júní. Miðlæg námskeið eru í boði í júlí og ágúst en lokað á öllum stöðum frá 22. júlí til 6. ágúst. Frá 1. – 19. júlí verður sameiginleg sumarfrístund í Hraunvallaskóla og Öldutúnsskóla. Frá 7.- 22. ágúst verður sameiginleg sumarfrístund í Skarðshlíðarskóla og Setbergsskóla.
Námskeiðin eru þrískipt – hægt er að kaupa vistun eftir því sem hentar:
SumarKletturinn er tómstundaúrræði fyrir börn í 4 til 7 bekk með sértæka stuðningsþörf. Sumarkletturinn leggur áherslu á að bjóða uppá faglega þjónustu með uppeldisgildi frítímastarfs að leiðarljósi. Reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og komið til móts við ólíkar þarfir. Skráning fer fram hér
Tómstund heldur úti námskeiðum á sumrin fyrir börn sem voru að ljúka 4. – 7. bekk. Helstu markmið Tómstundar eru að virkja börn í sumarfríinu, gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn, kynnast áhugaverðum viðfangsefnum og endurvekja gömul áhugamál. Tómstund verður starfrækt í Víðistaðaskóla og Hvaleyrarskóla. Ítarlegar upplýsingar um starf og dagskrá námskeiða má nálgast á Facebook síðu námskeiðanna. Skráning fer fram hér
Hafnarborg býður upp á myndlistar- og tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Undirstöðuatriði myndlistar verða kynnt í gegnum rannsóknir á umhverfinu, sýningar í safninu og skapandi vinnu. Verkefnin verða unnin í fjölbreytta miðla -teiknað, málað og mótað – með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu þátttakenda.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef Hafnarborgar
Á Bókasafni Hafnarfjarðar er boðið upp á sumarlestur frá 1. júní til 31. ágúst. Allir krakkar sem farnir eru að lesa sjálfir geta komið við á bókasafninu til að skrá sig og fengið afhenta lestrardagbók.
Starfsemi Vinnuskóla Hafnarfjarðar er fjölbreytt og er ungmennum bæjarins boðið upp á skemmtilega og lærdómsríka sumarvinnu. Þannig skiptast 14-16 ára ungmenni í umhverfishóp, listahóp, jafningjafræðslu og leikskóla. Samhliða er starfsmönnum boðið upp á ýmsa fræðslu og fróðleik. Allir unglingar á 14. aldursári og eru búsettir í Hafnarfirði er boðin vinna öll sumur til 17. ára aldurs. Nánari upplýsingar um vinnuskólann
Á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða framboð á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði. Framboð á vef stýrist af skráningum félaganna sjálfra en öllum er opið að skrá upplýsingar um námskeið og tómstundir á vefinn. Með einföldum hætti er hægt að leita eftir aldri, tímabilum og áhugasviði.
Á vefnum www.fristund.is er hægt að skoða framboð á íþrótta- og tómstundastarfi á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni.
Var efnið hjálplegt?