Tónlistarskólar

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar starfar samkvæmt námskrá sem gefin er út af Menntamálaráðuneytinu. Náminu er skipt í grunnnám, miðnám og framhaldsnám.

Tónlistarskólinn

Sækja um

Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er hægt er að læra á:

  • píanó
  • hljómborð
  • orgel
  • harmóniku
  • gítar
  • bassa
  • slagverk
  • öll helstu strengja-, tréblásturs- og málmblásturshljóðfæri

Í skólanum er einnig starfandi söngdeild.

Samhliða hljóðfæranámi læra nemendur tónfræði, tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögu. Áhersla er lögð á samspil og í skólanum starfar sinfóníuhljómsveit, strengjasveitir, tvær lúðrasveitir, stórsveit og margir minni samspilshópar.

Yngstu börnin

Í Tónlistarskólanum er forskóladeild fyrir börn á aldrinum 6–9 ára. Markmiðið er að búa nemendur undir hljóðfæranám með markvissri þjálfun í hryn-, nótnalestri og almennri tónfræði. Í kennslustundum er sungið, dansað og leikið á ýmis ásláttarhljóðfæri og kennt á blokkflautu.

Í skólanum er einnig kennt Suzuki-nám þar sem börn byrja 3–6 ára. Hver nemandi sækir 30 mínútna einkatíma einu sinni í viku og 60 mínútna hóptíma einu sinni í viku þar sem 5 nemendur spila saman.

Rytmísk deild

Tónkvísl er rytmískur deild innan Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem mikil áhersla er lögð á spuna og samspil. Auk þess að fá hljóðfæratíma sækja nemendur samspilstíma. Í Tónkvísl læra nemendur helst á rafgítar, rafbassa, hljómborð, djasspíanó, slagverk og einstök blásturshljóðfæri. 

Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum ef það nám er sérhæfðara en boðið er upp á í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Umsækjandi þarf að hafa staðist inntökuskilyrði í viðkomandi tónlistarskóla og geta framvísað staðfestingu þess.

Sótt er um niðurgreiðsluna á Mínum síðum.

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

Gjaldskrá Verð
Forskóli 58.872 kr.
Tónkvísl 119.533 kr.
Suzuki fiðlunám 93.577 kr.
Grunn og miðnám
1/1 + ½ Hljóðfæranám (lært á 2 hljóðfæri) 170.696 kr.
1/1 Hljóðfæranám 119.533 kr.
½ Hljóðfæranám 75.067 kr.
Tónfræðigreinar grunn- og miðnám 16.425 kr.
Ungbarnakennsla (námskeið 8 skipti) 19.710 kr.
Framhaldsnám án undirleiks
1/1 hljófæranám 134.189 kr.
1/2 Hljóðfæranám 80.586 kr.
Tónfræðigreinar framhaldsnám 21.900 kr.
Framhaldsnám með undirleik
1/1 Hljóðfæranám 153.600 kr.
½ Hljóðfæranám 110.923 kr.
Söngnám Verð
1/1 Söngnám með heilum undirleik 187.728 kr.
½ Söngnám með heilum undirleik 109.133 kr.
1/1 Söngnám með hálfum undirleik 153.600 kr.
½ Söngnám með hálfum undirleik 119.533 kr.
1/1 Söngnám án undirleiks 109.163 kr
½ Söngnám án undirleiks 75.067 kr
Söngnámskeið til reynslu (3 mánuðir) 32.129 kr.
Hljóðfæraleiga 13.491 kr.
Systkinnaafsláttur (fyrir tvö systkini í skólanum) 50%
Systkinaafsláttur, vegna systkina samtímis í skólanum Afsláttur
Fyrir annað systkini, afsláttur 50%
Fyrir þriðja systkini og fleiri, afsláttur 75%