Byggðasafn

Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðar. Hlutverk þess er að safna og skrásetja, varðveita og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi.

Sýningar

Byggðasafnið er lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna. Sýningar eru á sjö stöðum.

  • Pakkhúsið er almennt með þrjár sýningar í gangi í einu: Fastasýningu um sögu bæjarins, leikfangasýningu og þemasýningu.
  • Sívertsen-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803–1805 af Bjarna Sívertsen. Þar er sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar. Einnig er varpað ljósi á merkilega sögu Bjarna og fjölskyldu hans.
  • Siggubær er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Þannig er hægt að upplifa hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.
  • Bookless Bungalow við Vesturgötu hefur að geyma sýningu um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Þar má einnig sjá stássstofu Bookless-bræðra.
  • Beggubúð var byggð árið 1906 og stóð húsið áður við aðalverslunargötu bæjarins. Nú er þar verslunarminjasafn.
  • Gúttó eða Góðtemplarahúsið, byggt árið 1886, var fyrsta eiginlega samkomuhús Hafnfirðinga og um langan tíma miðstöð allrar menningar í bænum.
  • Strandstígurinn meðfram höfninni í Hafnarfirði býður upp á ljósmyndasýningar sem varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem byggði bæinn.

Í fyrsta viðtali Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar er rætt við Björn Pétursson bæjarminjavörð. Viðtalið er tekið upp í Bookless Bungalow þar sem Björn segir frá starfsemi safnsins, sögu bæjarins og skemmtilegar sögur, meðal annars af draugagangi og atkvæðasmölun Siggu í Siggubæ. Þátturinn var tekinn upp í ágúst 2019.

Byggðasafnið

Byggðasafn Hafnarfjarðar kr.
Aðgangur Frítt
Opnunargjald fyrir hópa utan þjónustutíma 26.754
Tökur fyrir auglýsingar, kvikmyndir og þætti per dag 73.239
Starfsmaður á vakt utan opnunartíma per klst. 5.860
Gjald á einstakling (gest) í hóp utan þjónustutíma Frítt
Afnot af ljósmyndum
Ljósmynd til einkanota 5.392
Bók - forsíðumynd 23.658
Bók - aðrar myndir 11.652
Myndabók og kynningarrit - forsíðumynd 23.658
Myndabók og kynningarrit - baksíðumynd 18.136
Myndabók og kynningarrit - aðrar myndir 13.694
Tímarit - forsíðumynd 14.536
Tímarit - aðrar myndir 8.650
Dagblað 8.650
Sjónvarp - fyrsta birting myndar 8.650
Sjónvarp - endurbirting myndar 4.322
Auglýsing
Auglýsing - heil síða 31.108
Auglýsing - hálf síða 19.938
Auglýsing - vefsíða 23.658
Auglýsingaherferð 46.724
Auglýsingaskilti 39.274
Dagatal og símskeyti 34.235
Póstkort (allt að 1000 eintök) 22.702
Geislamynd 11.289
Birtingarréttur fyrir mynd á sýningu 10.213

Ef keyptar eru fleiri en 15 myndir vegna bókaútgáfu og sýninga er veittur 30% afsláttur frá verðskrá