Lóðarleigusamningar

Endurnýja samning

Hafnarfjarðarbær á nær allar lóðir innan marka sveitarfélagsins. Hafnarfjarðarbær gefur út lóðarleigusamninga við lóðarhafa fyrir lóðir við úthlutun nýrra lóða. Lóðarhafar eru allir þinglýstir eigendur fasteigna á viðkomandi lóð.

Almennt eru íbúðarhúsalóðir leigðar til 75 ára, lóðir fyrir atvinnustarfsemi til 25 ára og hesthúsa- og sumarbústaðalóðir til 20 ára. Ársleiga er ákvörðuð af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í upphafi hvers árs. Leiguverð er ákveðið prósentuhlutfall af fasteignamati lóðar og er innheimt með fasteignagjöldum.