Tjaldsvæði

Í Hafnarfirði er fjölskylduvænt tjaldsvæði staðsett á Víðistaðatúni, rólegum og notalegum almenningsgarði, umkringdum hrauni þar sem huldufólk gæti leynst.

Þjónusta á tjaldsvæði

Frá tjaldstæðinu er stutt í alla helstu þjónustu, eins og sundlaug, verslanir, veitingastaði og aðrar áhugaverða staði. Strætó og Flugrútan stoppa í næsta nágrenni. Opnunartími tjaldsvæðisins er 1. maí til 30. september ár hvert. 

 

Aðstaða

  • Salerni
  • Sturtur
  • Heitt og kalt vatn
  • Aðgengi að rafmagni
  • Þvottavél og þurrkari
  • Þráðlaust net