Fyrirspurnir vegna byggingarmála

Fyrirspurnir vegna byggingarmála

Senda fyrirspurn

Almennar fyrirspurnir vegna byggingarmála fara í gegnum þjónustuver Hafnarfjarðar. Þjónustuver getur bókað viðtalstíma hjá byggingarfulltrúa sé þörf fyrir því. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurn til skipulags- eða byggingarfulltrúa í gegnum mínar síður.

Fyrirspurnir til byggingarfulltrúa

Bóka þarf viðtalstíma vegna byggingarleyfisumsókna, byggingarmála, svo sem úttekta og séruppdrátta og skipulagsmála í gegnum þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500.

Síma og viðtalstímar hjá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa:

  • Símatímar eru alla virka daga nema föstudaga á milli kl. 10-11
  • Viðtalstímar eru alla virka daga nema föstudaga á milli kl. 11-12

Afgreiðsla teikninga og móttaka umsókna

Afgreiðsla teikninga og móttaka umsókna til byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa er í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknir er einnig hægt að senda rafrænt í gegnum mínar síður.