Byggingarfulltrúi

Fyrirspurnir vegna byggingarmála

Embætti byggingarfulltrúans í Hafnarfirði starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt sveitarstjórnar um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er byggingarmál varða.

Viðtalstímar vegna byggingarleyfisumsókna, byggingarmála, svo sem úttekta og séruppdrátta og skipulagsmála í gegnum þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500. Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00 og föstudaga frá kl. 08:00 – 14:00.

Afgreiðsla teikninga og móttaka umsókna

Afgreiðsla teikninga og móttaka umsókna til byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa er í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknir er einnig hægt að senda rafrænt í gegnum mínar síður.