Áhugaverðir staðir

Hafnarfjörður er fallegur bær frá náttúrunnar hendi. Bærinn er byggður í skeifu fyrir botni fjarðarins, við jaðar virka gosbeltisins sem liggur um Reykjanesskaga. Landslag er fjölbreytilegt en hraunið er eitt af einkennum bæjarins. Marga áhugaverða staði er að finna og hægt að uppgötva með ratleik bæjarins.