Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Allir íbúar Hafnarfjarðar eiga að geta búið við fjárhagslegt og félagslegt öryggi.
Með félagslegri ráðgjöf er markmiðið að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og stuðla að auknum lífsgæðum íbúa. Allir íbúar Hafnarfjarðar eldri en 18 ára geta sótt um félagslega ráðgjöf.
Félagsráðgjafar aðstoða fólk við persónuleg og félagsleg vandamál og veita upplýsingar um félagsleg réttindi. Meðal annars aðstoða ráðgjafar fólk við að leita sér félagslegra úrræða.
Dæmi um ráðgjöf og aðstoð:
Þú sækir um félagslega ráðgjöf gegnum Mínar síður. Til að fá nánari upplýsingar getur þú hringt í Þjónustuver í síma 585 5500.
Foreldrar geta fengið sérhæfða skilnaðarráðgjöf í Hafnarfirði til að stuðla að betri foreldrasamvinnu. Ráðgjöfin er með hagsmuni barnsins að leiðarljós og er veitt til að koma í veg fyrir eða draga úr ágreiningi foreldra sem standa í skilnaði eða hafa gengið í gegnum skilnað. Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum.
Samvinna eftir skilnað (Samarbejde efter skilsmisse (SES)) var upphaflega þróað í Danmörku. Rannsóknir sýnt mun á líðan þeirra sem taka þátt í verkefninu og þeirra sem ekki gera það. Námsefninu er ætlað að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.
Hægt er að sækja um ráðgjöf og stuðning vegna heimilisofbeldis í gegnum þjónustuver í síma 585 5500 mánudaga til fimmtudaga kl. 8–16 og föstudaga kl. 8–14.
Ef þú ert í ofbeldissambandi eða grunar að verið sé að beita einhvern ofbeldi er best að hafa samband við 112 í síma eða gegnum netspjall. Á 112.is má finna fræðslu um ofbeldi og hvaða úrræði eru í boði.
Var efnið hjálplegt?