Félagsleg úrræði

Allir íbúar Hafnarfjarðar eiga að geta búið við fjárhagslegt og félagslegt öryggi.

Félagsleg ráðgjöf

Sækja um félagsleg...

Með félagslegri ráðgjöf er markmiðið að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og stuðla að auknum lífsgæðum íbúa. Allir íbúar Hafnarfjarðar eldri en 18 ára geta sótt um félagslega ráðgjöf. 

Markmið félagslegrar ráðgjafar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar. Hægt er að fá túlk ef þörf er á.

Samvinna eftir skilnað

Foreldrar geta fengið sérhæfða skilnaðarráðgjöf í Hafnarfirði til að stuðla að betri foreldrasamvinnu. Ráðgjöfin er með hagsmuni barnsins að leiðarljós og er veitt til að koma í veg fyrir eða draga úr ágreiningi foreldra sem standa í skilnaði eða hafa gengið í gegnum skilnað. Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum.

Samvinna eftir skilnað (Samarbejde efter skilsmisse (SES)) var upphaflega þróað í Danmörku. Rannsóknir sýnt mun á líðan þeirra sem taka þátt í verkefninu og þeirra sem ekki gera það. Námsefninu er ætlað að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.

Foreldrum stendur til boða:

Ofbeldi er aldrei í lagi

Hægt er að sækja um ráðgjöf og stuðning vegna heimilisofbeldis í gegnum þjónustuver í síma 585-5500 mánudaga – fimmtudaga kl 8-16 og föstudaga kl 8-14. 

Ef þú ert í ofbeldissambandi eða grunar að verið sé að beita einhvern ofbeldi er best að hafa samband við 112 í síma eða gegnum netspjall. Á 112.is má finna fræðslu um ofbeldi og hvaða úrræði eru í boði.