Félagsleg úrræði

Allir íbúar Hafnarfjarðar eiga að geta búið við fjárhagslegt og félagslegt öryggi.

Húsnæðismál

Félagslegt leiguhúsnæði er fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru ekki færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna slæmrar fjárhagsstöðu eða annarra félagslegra aðstæðna.

 

 

Félagslegt leiguhúsnæði

Leiga í félagslegu leiguhúsnæði er tímabundið úrræði þar til fólk hefur tök á að leigja eða eignast eigið húsnæði. Breytingar á hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð og fjárhagsstöðu geta haft áhrif á leigurétt. Umsóknina þarf að endurnýja á hverju ári.


Hverjir eiga rétt á félagslegu húsnæði?

Til að eiga rétt á félagslegu leiguhúsnæði þarf að uppfylla viss skilyrði varðandi tekjur, húsnæði og félagslegar aðstæður.

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagslegur stuðningur umfram húsnæðisbætur. Stuðningurinn er fyrir einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði með lágar tekjur og þunga framfærslubyrði.

Að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning

Til að fá sérstakan húsnæðisstuðning þarf fyrst að sækja um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Skilyrði:

  • Eiga rétt á húsnæðisbótum.
  • Vera 18 ára eða eldri á umsóknardegi.
  • Eiga lögheimili í Hafnarfirði.
  • Leiguhúsnæði sé í Hafnarfirði, nema húsnæðið sé fyrir 15–17 ára börn, sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.

Upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings

Óskertur sérstakur húsnæðisstuðningur er 90% af upphæð húsnæðisbóta. Stuðningurinn getur skerst af eftirfarandi ástæðum:

  • Stuðningur er ekki greiddur ef heildareignir eru meiri en 7.336.805 kr.
  • Samtala húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings getur ekki orðið hærri en sem nemur 75% af mánaðarlegri leigufjárhæð.
  • Samtala húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings getur ekki orðið hærri en 90.200 krónur á mánuði.
  • Leigukostnaður getur ekki orðið lægri en 50.000 krónur. Raunverulegur leigukostnaður er leigufjárhæð að frádregnum húsaleigubótum og sérstökum húsnæðisstuðningi.