Félagsleg úrræði

Allir íbúar Hafnarfjarðar eiga að geta búið við fjárhagslegt og félagslegt öryggi.

Stuðningsþjónusta

Sækja um stuðning

Félagsleg stuðningsþjónusta er fyrir fólk sem býr í heimahúsum og getur ekki séð hjálparlaust um heimilishald eða persónulega umhirðu.

Þjónustan veitir aðstoð á heimilinu við hluti sem fólk getur ekki sinnt, til dæmis vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Þjónustan tekur mið af aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins og hjálpar fólki til sjálfsbjargar. Þjónustan er í boði á daginn, kvöldin og um helgar.

Aðstoð sem boðið er upp á:

  • Heimilisþrif
  • Heimsending á mat
  • Aðstoð við innkaup
  • Persónulegt hreinlæti
  • Félagslegur stuðningur
  • Hvatning í formi innlits

Sækja þarf um stuðningsþjónustu á Mínum síðum. Við mat á þjónustuþörf er stuðst við alþjóðlegt matstæki Rai Home Care.

Stuðningsþjónusta per klst.
Einstaklingar
Einstaklingar með tekjur undir 382.239 kr. á mánuði Frítt
Einstaklingar með 382.240–458.687 kr. í tekjur á mánuði 652 kr.
Einstaklingar með hærri tekjur en 458.687 kr. á mánuði 1.317 kr.
Hjón
Hjón með tekjur undir 621.141 kr. á mánuði Frítt
Hjón með tekjur frá 621.142–745.366 kr. á mánuði 652 kr.
Hjón með hærri tekjur en 745.366 kr. á mánuði 1.317 kr.