Félagsleg úrræði

Allir íbúar Hafnarfjarðar eiga að geta búið við fjárhagslegt og félagslegt öryggi.

Fjárhagsaðstoð

Sækja um aðstoð

Í hverju felst fjárhagsaðstoð?

Fjárhagsleg aðstoð er veitt tímabundið til að aðstoða fólk við að bjarga sér sjálft.

 • Allt að 190.550 kr. framfærslustyrkur fyrir einstaklinga
 • Allt að 304.880 kr. framfærslustyrkur fyrir hjón og fólk í sambúð
 • Aðstoð vegna náms 16–17 ára barna
 • Námsstyrkir
 • Tannlækningar
 • Útfararstyrkir
 • Fermingarstyrkir
 • Áfallaaðstoð
 • Nauðsynjastyrki

Hvernig er sótt um fjárhagsaðstoð?

Þú sækir um rafrænt á Ísland.is. Í umsóknarferlinu er beðið um upplýsingar, til dæmis um búsetu og tekjur síðustu 2 mánuði. Þú færð síðan tölvupóst þegar búið er að fara yfir umsóknina eða ef það vantar einhver gögn.

 • Ef umsókn er samþykkt færðu greitt næstu mánaðamót.
 • Ef umsókn er hafnað færðu útskýringu á ákvörðuninni. Ef þér finnst hún ekki standast málefnalega geturðu vísað henni til úrskurðarnefndar velferðarmála með aðstoð þíns félagsráðgjafa.

Hver getur fengið fjárhagsaðstoð?

Þú þarft að vera eldri en 18 ára, eiga lögheimili í Hafnarfirði og vera undir ákveðnum tekjumörkum.