Vinnuskólinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður unglingum bæjarins upp á skemmtilega og fræðandi sumarvinnu. Allir unglingar, 14–17 ára, sem búa í Hafnarfirði geta fengið vinnu á sumrin hjá Vinnuskólanum.

Vinnuskólinn

Sækja um starf

Allir unglingar, 14–17 ára, sem búa í Hafnarfirði geta fengið vinnu á sumrin hjá Vinnuskólanum. Þar er boðið upp á uppbyggileg störf og fræðslu í öruggu umhverfi. Starfsfólk fær skemmtilega innsýn í atvinnulífið auk þess að fá að undirbúning fyrir almenna vinnumarkaðinn.

Skrifstofa Vinnuskóla Hafnarfjarðar er á Suðurgötu 14. Frá 1. maí er skrifstofan opin kl. 8–16 mánudaga til fimmtudaga og kl 8–14 á föstudögum. Einnig er hægt að ná í starfsfólk skrifstofunnar í síma 565-1899 og á netfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is .

Byrjað verður að taka á móti umsóknum um miðjan apríl.