Vinnuskólinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður unglingum bæjarins upp á skemmtilega og fræðandi sumarvinnu.

Algengar spurningar og svör

Umsókn

Hvað er Vinnuskólinn?

Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður öllum 14-17 ára unglingum í Hafnarfirði sumarstarf. Allir sem sækja um fá starf.

Af hverju að sækja um starf í Vinnuskólanum?

Þátttaka í Vinnuskólanum er gott tækifæri fyrir unglinga til þess að fá reynslu af því að vinna sér inn laun á hvetjandi hátt. Unglingar fá að snyrta og hirða bæinn sinn, kynnast nýjum félögum og læra um umhverfismál, mannleg samskipti og virðingu gagnvart starfinu sínu.

Hverjir geta sótt um í vinnuskólanum?

Allir unglingar sem búsettir eru í Hafnarfirði og verða 14–17 ára (2007-2010) á árinu geta sótt um vinnu hjá Vinnuskólanum. Unglingar sem eru á undan jafnöldrum sínum í grunnskóla geta fengið að byrja ári á undan í Vinnuskólanum. Það þarf samt a.m.k. að vera 13 ára í samræmi við reglugerð um vinnu barna og unglinga.

Hvað er unnið mikið?

14, 15 og 16 ára unglingar (fæddir 2007-2010) byrja að vinna 10. júní. 17  ára (2007) unglingar byrja í lok maí – byrjun júni (mismunandi eftir starfstöðvum).

  • 14 ára unglingar geta unnið 71 tíma
  • 15 ára unglingar geta unnið 92 tíma.
  • 16 ára unglingar geta unnið 118 tíma.
  • 17 ára unglingar geta unnið 193 tíma. 

Er matarhlé?

Já, það er matarhlé á milli kl. 12–13. Auk þess eru tveir kaffitímar, fyrir hádegi kl. 10:30–10:45 og eftir hádegi kl. 14:30–14:45.

  • Í kaffitímum er ætlast til að starfsfólk hafi hollt og gott nesti. Orku- og gosdrykki eru ekki leyfðir.

Hvenær eru laun borguð út?

Fyrri útborgun er 5. júlí og seinni útborgun 5. ágúst. Ef eitthvað er ógreitt er það greitt 1. september.

Hvað er launatímabil?

Það er tímabilið sem greitt er eftir um hver mánaðamót.

Í Vinnuskólanum er launatímabilið 20. til 19. hvers mánaðar. Þannig að vinna sem er unnin frá 20. maí til 19. júní er greidd út næstu mánaðamót á eftir (5. júlí).

Hvert fara launin?

Launin eru lögð inn á bankareikning hvers unglings og þurfa því allar bankaupplýsingar að fylgja umsókn. Aðeins er hægt að nota bankareikning unglingsins.

Hvað er rafrænn persónuafsláttur?

Allt fólk 16 ára og eldri fær skattaafslátt sem er kallaður persónuafsláttur. Öll fá sömu upphæð í afslátt sem er þá dregin af þeirri upphæð sem á að borga í skatt. Allir unglingar eldri en 16 ára þurfa að senda upplýsingar á vinnuskoli.skattkort@hafnarfjordur.is um hvernig eigi að nýta persónuafsláttinn. Ef verið er að nota persónuafslátt á öðrum vinnustað þarf að taka það fram og þá hvernig á að skipta persónuafslættinum.

Á vef RSK má sjá upplýsingar um persónuafslátt.

Hvert á að mæta?

Venjulega eru unglingar í hópi nálægt skólum, nema aðrar óskir komi fram á umsókn. Flokkstjóri hringir í vikunni áður en störf hefjast og segir til um hvar á að mæta fyrsta daginn.

Er hægt að skipta um hóp?

Engar breytingar eru gerðar á hópum fyrstu dagana. Síðan ákveður hver flokkstjóri breytingar í sínum hópi. Flestir flokkstjórar eru með tvo hópa yfir daginn og verða að gæta þess að ekki sé ójafnvægi vegna fjölda í hópunum. Ef óskað er eftir að færa ungling um hóp þarf foreldri eða forsjáraðili að hafa samband við viðkomandi flokkstjóra.

Hvað á að gera ef maður veikist?

Forsjáraðilar þurfa að tilkynna forföll símleiðis til flokkstjóra eða rafrænt í gegnum Völu vinnuskóla. Vanti unglinga í vinnu dag eða hluta úr degi án þess að það sé tilkynnt á réttan hátt hafa flokkstjórar eða starfsfólk á skrifstofu samband við forsjáaðila.

Má reykja í vinnunni?

Nei. Vinnuskóli Hafnarfjarðar er tóbaks-, veip- og vímuefnalaus vinnustaður.

Reglur Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Reglur Vinnuskóla Hafnarfjarðar gilda á vinnutíma og við félagsstörf á vegum skólans.

  • Flokkstjóri er verkstjóri á vinnustað. Næsti yfirmaður hans er verkstjóri vinnuskóla.
  • Allt starfsfólk á að vera vinnusamt, stundvíst, heiðarlegt og kurteist.
  • Veikindi og önnur forföll á að tilkynna sem fyrst til símleiðis til flokkstjóra vinnuskólans eða rafrænt á Völu vinnuskólans.
  • Notkun tóbaks er bönnuð. Sama gildir um áfengi, veip og önnur vímuefni.
  • Sjoppu- og búðaferðir eru ekki leyfðar á vinnutíma, ekki heldur kaffitíma.
  • Nemendur eiga að ganga vel og þrifalega um á vinnustað og fara vel með þau áhöld sem notuð eru.
  • Starfsfólk ber ábyrgð á kostnaði ef það fremur skemmdarverk á eigum Vinnuskólans eða annarra.
  • Í kaffitímum er ætlast til að starfsfólk hafi hollt og gott nesti. Orku- og gosdrykki eru ekki leyfðir.
  • Notkun síma er ekki leyfileg á vinnutíma, nema flokkstjóri gefi leyfi um annað.
  • Allir starfsfólk útvegar sjálft hlífðarfatnað og ber starfsfólk ábyrgð á eigin fötum og eigum.

Brot á reglum Vinnuskólans

Þegar vandamál koma upp eiga flokkstjórar að tala við viðkomandi starfsmann og setja sig í samband við foreldra eða forsjáraðila. Flokkstjóri á líka að láta yfirmenn Vinnuskólans vita af málinu án þess að þeir komi að því að öðru leyti nema þess sé óskað. Ef viðkomandi bætir ekki ráð sitt má eiga von á frekari áminningu og tímabundinni brottvísun sem venjulega er þrír dagar. Í stöku tilfellum dugir þetta ekki til og er þá viðkomandi vísað frá vinnu það sem eftir er af vinnutímabilinu.

Yfirleitt tekst að leysa vandamál áður en grípa þarf til frekari aðgerða. Reynslan sýnir að samvinna milli starfsfólks vinnuskóla og foreldra er lykilatriði við að leysa úr málunum.