Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Grenndarstöðvar SORPU og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu vikum fá nýtt og snjallara hlutverk. Skynjarar verða settir í alla grenndargáma til að tryggja tímanlega losun, og málmumbúðum og gleri verður safnað á öllum grenndarstöðvum. Í Hafnarfirði mun innleiðingin eiga sér stað 11. – 17. febrúar. Með breytingunum er tryggt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti losað sig við helstu tegundir af rusli í sínu hverfi og nærumhverfi.
Grenndarstöðvar SORPU og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu vikum fá nýtt og snjallara hlutverk. Skynjarar verða settir í alla grenndargáma til að tryggja tímanlega losun, og málmumbúðum og gleri verður safnað á öllum grenndarstöðvum. Áætlað er að innleiðing á snjallgámum á grenndarstöðvum hefjist 30. janúar og standi yfir næstu vikur. Í Hafnarfirði mun innleiðingin eiga sér stað 11. – 17. febrúar. Með breytingunum er tryggt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti losað sig við helstu tegundir af rusli í sínu hverfi og nærumhverfi.
Smelltu hér til að sjá hvaða grenndarstöð er næst þér og hvaða flokkar eru á henni
Við heimili eru nú þegar tunnur fyrir matarleifar, blandaðan úrgang, plast, og pappír/pappa. Gámar fyrir gler, málmumbúðir og flöskur og dósir verða á öllum grenndarstöðvum sem staðsettar verða í hverfum í nálægð við heimilin. Þessar stöðvar kallast litlar grenndarstöðvar og verða þær um 50 á höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði eru þær tvær talsins í dag, við Fjarðarkaup og Staðarberg. Með breytingunni verður gámum fyrir gler, málm og textíl komið fyrir á þeim öllum Sumarið 2024 stendur til að setja upp þrjár nýjar litlar grenndarstöðvar til viðbótar í Hafnarfirði þ.e. í Skarðshlíð, Áslandi 3 og á Holtinu.
Gámar fyrir gler, málmumbúðir, flöskur og dósir, textíl, pappír og pappa, og plast verða á stórum grenndarstöðvum sem verða í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Stórar grenndarstöðvar verða um 40 á höfuðborgarsvæðinu, þarf af fjórar í Hafnarfirði eða við verslunarmiðstöðina Fjörð, Nettó á Miðvangi, Tjarnarvelli og Sólvangsvegi. Í dag eiga allir íbúar að vera með flokkun á plasti og pappír við húsvegginn heima og þessar fjórar stöðvar einungis hugsaðar fyrir yfirfall þeirrar flokkunnar auk þess sem alltaf er hægt að fara með flokkunina beint á endurvinnslustöðvar Sorpu. Textíl verður auk þess safnað á öllum grenndarstöðvum á komandi misserum. Núna er textílsöfnun á forræði Rauða krossins og ólík eftir grenndarstöðvum.
Allir flokka – líka íbúar í aukaíbúðum
Öllum íbúum Hafnarfjarðarbæjar ber að fjórflokka heimilisúrgang í viðeigandi sorpílát og koma öðrum úrgangi á grenndar- eða endurvinnslustöðvar. Íbúar í aukaíbúðum, sem eru ekki á sér fasteignanúmeri, ber einnig að fjórflokka heimilissorp sitt en það er samkomulagsatriði leigusala og leigutaka hvort leigutaki hafi aðgengi að sorpílátum leigusala eða hafi sér ílát. Fyrir minni heimili í aukaíbúðum með tveim eða færri íbúum og hafa ekki aðgengi að sorpílátum leigusala, er tilvalið að vera með tvö tvískipt ílát, 240L ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og 240L ílát fyrir plast og pappír. Hins vegar er ráðlagt að heimili með fleiri en tvo íbúa í aukaíbúðum séu með að lágmarki tvískipt 240L ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang, 240L ílát fyrir plast og 240L ílát fyrir pappír.
Kaupa sorpílát
Almennar upplýsingar um fjórflokkun á heimilisúrgangi
Grenndarstöðvar í Hafnarfirði
Takk fyrir að flokka!
Að jafnaði fylla Hafnfirðingar sextán gáma af garðúrgangi við vorhreinsum ár hvert. Vorhreinsunardagarnir verða 8.-11. maí í ár. Bærinn kemst…
Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram Sumardaginn fyrsta eins og venjulega. Börnin kepptumst við og luku hlaupinu með glæsibrag.
Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis, mun veita öllum áhugasömum aukin verkfæri til að takast á við áskoranir tengdar skjátíma barna…
Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Arngunnur Ýr hefur skapað sér gæfuríkan feril til áratuga. Verk hennar…
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir geymslusvæðið verður kynnt á kynningarfundi þriðjudaginn 13. maí milli klukkan 16:00-17:30 á Norðurhellu 2 í…
Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 27. apríl.
Söngleikurinn Horfnu ævintýrapersónurnar í uppsetningu 3. bekkjar Áslandsskóla fékk frábærar viðtökur á uppskeruhátíð Menningardaga Áslandsskóla fyrir páska. Þessi árlega menningarhátíð…
Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru…
Sérstakt horn, sem kallast Réttindahorn og er hilla með bókum sem efla réttindavitund, er nú komið upp á Bókasafni Hafnarfjarðar.…
Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur verið sæmd heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja…