Fjölmiðlatorg

Hér getur þú nálgast byggðarmerki Hafnarfjarðar, hönnunarkerfi, myndabanka og myndir af bæjarstjórn og sviðstjórum. Einnig eru upplýsingar um samskiptastjóra sem er tengiliðill bæjarins við fjölmiðla.

Merki

Merkið var hannað fyrir 50 ára afmæli Hafnarfjarðar árið 1958 og er rótgróið í hjarta bæjarbúa. Vitinn og sjávaröldurnar vísa til sjósóknar og hafnarinnar sem er lífæð bæjarins og hann dregur nafn sitt af. Hönnuðir eru Friðþjófur Sigurðsson og Ásgeir Júlíusson. Merkið má finna í Vitanum, hönnunarkerfi Hafnarfjarðar.

Vitinn hönnunarkerfi 

Vitinn er leiðarljós í hönnun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Kerfið einfaldar alla hönnunar- og textavinnu starfsfólks og þeirra sem koma að hönnun fyrir bæjarfélagið hvort sem það er fyrir prent, skjái eða stafræna miðla. Þar má finna meðal annars upplýsingar um stíla í hönnun og rödd og tón bæjarins.

Bæjarstjórn

Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru 11 bæjarfulltrúar og jafnmargir til vara. Fulltrúarnir eru kosnir af íbúum Hafnarfjarðar til fjögurra ára í senn í lýðræðislegum kosningum.

Skipurit

Þurfum að taka myndir. Viljum við hafa fullt nafn og mynd eða líka tengiliðaupplýsingar eins og hjá samskiptastjóra?  

Myndabanki 

Myndir sem fjölmiðlar geta notað í umfjöllun um bæinn. 

Hafnarfjörður | Data Dwell DAM

 

Vertu með á nótunum

Lestu um allt það sem er að frétta í bænum! Þú getur kynnt þér auglýsingar um skipulagsmál, útboð og styrkumsóknir og séð tilkynningar um aðkallandi málefni eins og bilanir, framkvæmdir og ákvarðanir bæjarstjórnarfunda.

Viðburðir

Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru framundan í bænum.

Vefurinn – opinber gátt bæjarins   

Vefurinn hafnarfjordur.is er opinber gátt bæjarins. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um starfsemi og þjónustu. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á vandaða meðferð og miðlun upplýsinga, á sýnileika og gegnsæi og er framsækinn og leiðandi í miðlun efnis.

Gagnsæi í gögnum

Gögn og upplýsingar um málefni bæjarins eru aðgengileg í samræmi við upplýsingalög. Bæjarstjórnarfundir eru aðgengilegir í beinni á netinu og hægt er að skoða allar fundargerðir ráða, nefnda og stjórna á vegum bæjarins. Bókhald bæjarins er opið og aðgengilegt.

Lifandi vefmælingar  

Hafnarfjörður byggir sína vefþróun á öflugum en einföldum vefmælingum. Framsetning á vefnum byggir á upplýsingum um notkun og hegðun þeirra sem heimsækja vefinn til að gera vefinn aðgengilegri og áhugaverðari. 

Saga Hafnarfjarðarbæjar 

Efni er væntanlegt

 

Tengiliðir

Vegna samskipta við fjölmiðla er velkomið að hafa samband við samskiptastjóra.

Tengiliður fjölmiðla Collapse icon
Árdís Ármannsdóttir

Árdís Ármannsdóttir

Samskiptastjóri