Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Um miðjan maí 2023 hófst innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi í Hafnarfirði, líkt og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Fjórum úrgangsflokkum verður framvegis safnað við hvert heimili bæjarins lögum samkvæmt. Allar almennar upplýsingar um nýtt fyrirkomulag má finna á vefnum: www.flokkum.is.
Um miðjan maí 2023 hófst innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi í Hafnarfirði og verður fjórum úrgangsflokkum framvegis safnað við hvert heimili bæjarins lögum samkvæmt:
Við hvert sérbýli (einbýli, tvíbýli og þríbýli) hefur eitt tvískipt 240 lítra ílát bæst við fyrir hvert fasteignanúmer. Tvískipta ílátið er fyrir matarleifar og blandaðan úrgang.
Sorpílátin sem fyrir voru voru endurmerkt. Gráa tunnan fyrir plastumbúðir og bláa tunnan fyrir pappír og pappa. Hugmyndin er að öll sérbýli séu með þrjú ílát eftir breytinguna.
Nú geta eigendur sérbýla, sem eru virk í flokkun og eru með 240L plast- og pappatunnurnar hálftómar geta keypt sér annað tvískipt 240L ílát fyrir plast og pappír. Ekki verður aukin losunartíðni fyrir heimili með tvö tvískipt ílát.
Hægt er að kaupa tvískipt 240L ílát fyrir plast og pappír.
Við fjölbýli bætast við brún 240L ílát fyrir matarleifar en fjöldi íláta er sérsniðinn að þörfum hvers fjölbýlis.
Grátunnur/-kör verða endurmerktar fyrir blandaðan úrgang og plast. Blátunnur/-kör undir pappír/pappa verða einnig endurmerktar.
Við fjölbýli með djúpgáma er hafin samvinna með húsfélögum við að finna lausn á söfnun úrgangsflokkanna.
Samhliða dreifingu á ílátum fá öll heimili plastkörfur og bréfpoka til að safna matarleifum inni á heimilunum. Pokar verða fríir út árið í matvöruverslunum. Ekki er leyfilegt að nota aðrar pokategundir, hvorki úr pappír, maís eða plasti fyrir matarleifar.
Ílát undir matarleifar og blandaðan úrgang verða áfram losuð á 14 daga fresti. Ílát undir plast og pappír verða áfram losuð samtímis á 28 daga fresti. Ekki er hægt að sækja um aukna tíðni á sorplosun. Hér getur þú skoðað viðmiðunardagsetningar fyrir losun á þínu heimili. Ábendingar um sorplosanir t.d. ekki búið að tæma skal senda á þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar á netfangið: thm@hafnarfjordur.is eða hringja í síma 585-5670.
Í Hafnarfirði eiga íbúar sorpílátin sín sjálf og sjá um endurnýjun þeirra. Umsóknir fyrir kaup á nýjum 240L ílátum og aukalosun fyrir aukatunnur er að finna á Mínum síðum undir Umsóknir (umsóknin Sorpílát). Hafnarfjarðarbær selur ekki 660L kör, þau er hægt að kaupa hjá Terra og Íslenska gámafélaginu. Ný lok á sorptunnur (fyrir tunnutýpur 2013 og yngri), tappa og dekk eru seld í afgreiðslu þjónustumiðstöðvar að Norðurhellu 2.
Ekki þarf að sækja um leyfi byggingafulltrúa þegar sorptunnugerði eru byggð eða breytt. Huga þarf þó að sjónlínum t.d. vegna bílastæða og þegar sorptunnugerði er við lóðarmörk þá þarf samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Húseigendur geta sent byggingafulltrúa teikningu á netfangið: byggingafulltrui@hafnarfjordur.is
Íbúar eru hvattir til að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ þegar spurningar vakna með því að:
Hringja í þjónustuver
nýta ábendingagáttina á vef sveitarfélagsins
senda tölvupóst á þjónustuver Hafnarfjarðar
Var efnið hjálplegt?