Fjölmenning

Hafnarfjörður tekur vel á móti fólki af erlendum uppruna og hvetur til aukinna þátttöku þeirra.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Hafnarfjörður leggur mikið upp úr því að taka vel á móti fólk og að það verði virkir þátttakendur gegnum vinnu og afþreyingu.

Heildstæð þjónusta fyrir flóttafólk

Í Hafnarfirði starfar sérstök stoðdeild fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Umsækjendurnir er fólk sem kemur hingað á eigin vegum og sækist eftir því að fá stöðu flóttafólks. Flest þeirra eru fjölskyldur eða einstæðir foreldrar með börn. Hafnarfjörður leggur mikið upp úr því að taka vel á móti fólk og að það verði virkir þátttakendur gegnum vinnu og afþreyingu.

Hafnarfjörður þjónustar umsækjendur um alþjóðlega vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Útlendingastofnun sér um hælismeðferð og getur umsókn tekið allt að eitt ár. Á meðan fólk bíður eftir svari sér Hafnarfjörður þeim fyrir fæði og húsnæði og veitir ýmsa aðstoð við inngildingu í hafnfirsku samfélagi. Aðstoðin er veitt í tvö ár, eftir það er fólk tengt við aðrar deildir eins og við á.

Þjónustan er heildstæð og fjölbreytt. Dæmi um verkefni eru:

  • Aðstoð við leit að húsnæði.
  • Fjárhagsaðstoð.
  • Fræðsla um íslenskt samfélag.
  • Íslenskunámskeið.
  • Námskeið fyrir konur til að draga úr einangrun.
  • Aðstoð með réttindamál varðandi skatta og bætur.
  • Styðja við sameiningu fjölskyldna.
  • Samstarf við skóla og leikskóla.
  • Samstarf við íþróttafélög með afþreyingu.
  • Náið samstarf við bókasöfnin með ýmsa viðburði.
  • Barnaverndamál sem kunna að koma upp.
  • Sinna fylgdarlausum ungmennum sem hafa sótt um vernd.

Öllum einstaklingum er fylgt eftir í gegnum allt kerfið. Teymið sem vinnur í deildinni er með fjölbreyttan bakgrunn, meðal annars eru spænsku- og arabísku mælandi ráðgjafar.

Unnið er í góðu samstarfi við ýmis hagsmunasamtök, til dæmis Fjölmenningarsetur, UNICEF, Rauða Krossinn, Samtökin ‘78, WOMEN og fleiri.

Hafa samband

Hægt er að senda tölvupóst beint á deildina á netfangið hof@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að hringja í Þjónustuver í síma 585 5500 eða koma á Strandgötu 6, mán–fimmtudaga 8–16 og föstudaga 8–14.