Jafnréttis- og mannréttindastefna

Hafnarfjarðarbær er jafnréttissinnað og lýðræðislegt bæjarfélag sem tryggir öllum einstaklingum jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa og fjölbreyttar þarfir eru viðurkenndar.

Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Stefnunni er ætlað að vinna gegn allri mismunun.

Jafnrétti kynjanna

  • Allir bæjarbúar eiga jafnan aðgang að þjónustu bæjarins, óháð kyni.
  • Jafnréttisfræðsla fer fram á öllum skólastigum.
  • Leitast er við að þátttaka og áhrif kynja í stjórnsýslu bæjarins sé sem jöfnust.
  • Kyn njóti jafnréttis á vinnustöðum bæjarins, til dæmis skulu þau njóta sambærilegra kjara og réttinda.
  • Samsetning starfsfólks bæjarins á að endurspegla fjölbreytileika hafnfirsks samfélags.

Aldur

  • Allir bæjarbúar eiga jafnan aðgang að þjónustu bæjarins óháð aldri (nema ef þjónustan sé miðuð við ákveðna hópa, eins og barna- og unglingastarf).
  • Jákvætt og uppbyggilegt viðhorf ríkir til allra aldurshópa.
  • Tryggja skal að tillit sé tekið til sjónarmiða og þarfa bæjarbúa á öllum aldri.
  • Fólki er ekki mismunað á vinnustöðum Hafnarfjarðar vegna aldurs.
  • Tryggja skal börnum vernd fyrir hvers konar ofbeldi og vanrækslu.

Fötlun

  • Fatlað fólk hefur jafnan aðgang að þjónustu og aðrir.
  • Fatlað fólk á að geta tekið virkan þátt í hafnfirsku samfélagi.
  • Fatlað fólk á rétt á að vinna hjá bænum í fordómalaus andrúmslofti.
  • Þegar sótt er um starf hjá bænum nýtur umsækjandi með fötlun sem er jafnhæfur eða hæfari en aðrir umsækjendur forgangs.

Kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og kyneinkenni

  • Allir eiga að geta tekið virkan þátt í hafnfirsku samfélagi og hljóta sanngjarna og réttláta meðferð, óháð kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum.
  • Tryggt sé að samskipti starfsfólks og þeirra sem njóta þjónustu bæjarins séu byggt á gagnkvæmri virðingu og starfsfólk gangi ekki út frá því að allir séu gagnkynhneigðir og sís-kynja.

Trúarbrögð og stjórnmálaskoðanir

  • Allir hafi jafnt aðgengi að þjónustu bæjarins óháð lífs- og stjórnmálaskoðunum eða afstöðu til trúarbragða.
  • Hafnarfjarðarbær sýni trú og skoðunum bæjarbúa virðingu og umburðarlyndi.
  • Hafnarfjarðarbær gerir ekki upp á milli starfsfólks bæjarins í kjörum vegna ómálefnalegra ástæðna og komi fram við starfsfólk sitt af virðingu, óháð trúar- og stjórnmálaskoðunum.

Uppruni og þjóðerni

  • Innflytjendur, umsækjendur um alþjóðlega vernd og fólk af erlendum uppruna á greiðan aðgang að þjónustu bæjarins og fái tækifæri til að rækta menningu sína.
  • Allir geta verið virkir þátttakendur í samfélaginu og hljóta sanngjarna og réttláta meðferð óháð uppruna.
  • Starfsfólki bæjarins af erlendum uppruna á að njóta jafnræðis á við annað starfsfólk.

Ábyrgð og verklag

Hvert fagsvið tilnefnir jafnréttisleiðtoga og útfærir jafnréttisáætlun fyrir sitt svið með mælanlegum markmiðum. Bæjarráði á að vera með jafnréttismál á dagskrá fjórum sinnum á ári. Stjórnendur og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar ber ábyrgð á að tryggja að jafnrétti allra sé virt innan stjórnkerfis bæjarins, á vinnustöðum þess og í þjónustu.