Hreinsun og umhirða

Fallegt og öruggt nærumhverfi lætur öllum líða betur.

Götusópun

Til að halda götunum í bænum hreinum og fínum eru þær sópaðar á vori og hausti og þegar þörf er á.

Hvenær er sópað?

Á hverju ári eru götur í bænum sópaðar á vori og hausti. Einnig er sópað mánaðarlega, ef veður leyfir, á helstu umferðargötum og sópað aukalega þegar þörf er á.  

Á vorin eru bílastæði við stofnarnir bæjarins sópuð og þvottur gerður á umferðareyjum.

Vorsópun

Vorsópun er gerð á tímabilinu 1. apríl–1. júní, eftir veðri. Bænum er skipt upp í 15 hverfi og hvert hverfi er sópað á einum degi. 

Haustsópun

Haustsópun er gerð þegar lauf hafa fallið og er oft um að ræða línudans milli vetrar og hausts. Sópað er eins seint og hægt er í september–október.

Stéttar og stígar

Stéttir eru sópaðar á hverju vori. Reynt að fara sem fyrst á tímabilinu frá 20. apríl–1. júní og tekur um 20 daga. Miðbærinn er sópaður fjórum sinnum yfir sumartímann. Aukasópanir á stígum er gerðar eftir þörfum.

Sett er upp skilti í hverju hverfi deginum áður þar sem tilkynnt er að sópað verður í þessu hverfi á morgun. Notast er við stóran og lítinn sóp.