Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fallegt og öruggt nærumhverfi lætur öllum líða betur.
Markmiðið umhverfisvaktarinnar er að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun. Félög og hópar geta fegrað bæinn og fengið styrk fyrir.
Félögum og hópum stendur til boða að sjá um hreinsun á tólf skilgreindum svæðum í Hafnarfirði gegn fjárstyrk. Einn hópur sér um hvert svæði. Á hverju svæði er lögð áhersla á að hreinsa rusl og drasl með aðalstígum og stofnbrautum, með lækjum, tjörnum og strandlengju, á náttúrulegum hraunasvæðum og opnum svæðum. Hóparnir sem verða fyrir valinu þurfa að hreinsa sitt svæði tvisvar sinnum á ári, einu sinni á tímabilinu 1. maí–1. júní og aftur á tímabilinu 1.–30. september.
Miðað er við að greiðsla fyrir hvert svæði sé 75.000 kr. skiptið, samtals 150.000 kr. hámark fyrir hvert svæði.
Auglýst er eftir hópum á fyrri hluta hvers árs. Nánari upplýsingar má fá á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5500.
Verkefnið er opið öllum félögum, samtökum og hópum. Leitast er við að velja hópa með fjölbreytilega starfsemi til verksins.
Hver hópur þarf hópstjóra sem sér um samskipti við bæinn. Skipulagt er í samráði hvenær farið er í hreinsun og hvernig staðið verður að henni. Ef hópar sem eru skipaðir börnum eða unglingum sækja um þátttöku (til dæmis yngri flokkar íþróttafélaga eða skátaflokkar) er skilyrði að hópstjóri sé fullorðinn og að fullorðnir starfi með börnunum við hreinsunina.
Í umsókn hópa þurfa meðfylgjandi upplýsingar að koma fram:
Hægt er að fá ruslapoka hjá Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2 ef hópar vilja.
Var efnið hjálplegt?