Kynnt staða á rekstri fram til júlí 2021.
Umhverfis- og framkvæmdaráð
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Mætt til fundar
- Helga Ingólfsdóttir formaður
- Árni Rúnar Árnason varaformaður
- Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
- Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
- Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
- Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
- Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ishmael David verkefnastjóri, Halldór Ingólfsson verkefnastjóri og Berglind Guðmundsdóttir arkitekt.
Ritari
- Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ishmael David verkefnastjóri, Halldór Ingólfsson verkefnastjóri og Berglind Guðmundsdóttir arkitekt.
-
Almenn erindi
-
2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lagt fram til kynningar.
-
2102340 – Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu
Tekin til umræðu staða verkefnisins.
Tekið til umræðu.
-
2103424 – Grænkun Valla
Tekið til umræðu.
Umhverfis og framkvæmdaráð leggur til að stofnaður verði samráðshópur til að forgangsraða verkefnum til næstu þriggja ár í samræmi við bókun ráðsins frá 25. ágúst s.l. Samráðshópurinn hafi það hlutverk að skoða skipulag á Völlum og leggja til 3ja ára áætlun um úrbætur. Fulltrúar í samráðshópi verði þrír frá meirihluta og tveir frá minnihluta ásamt fulltrúum frá íbúasamtökum Valla. Samráðshópur skili tillögu til úrvinnslu eftir 6 ? 8 vikur.
Greinargerð:
Þegar Vallahverfið var skipulagt var horft til þess að nýta jarðefni á svæðinu og grjót úr húsgrunnum var notað í manir og til fyllinga við stíga. Íbúar hafa ekki verið sáttir við þetta skipulag og á undanförnum árum hefur verið leitast við að mæta þeirra sjónarmiðum með því m.a. að tyrfa manir og í ár verður grjót við gönguleið í miðju hverfissins fjarlægt og mosatorf sett í staðinn. Áfram verður haldið á þeirri braut að leiðrétta skipulagið með því að fjölga grænum svæðum og mýkja ásýnd hverfisins og með því að fara í heildarendurskoðun á skipulaginu með aðkomu landslagsarkitekts. Við vinnu fagaðila verði Umhverfis- og Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar hafðar til hliðsjónar. -
1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði
Farið yfir stöðu led væðingar.
Tekið til umræðu.
-
2104588 – Gangstéttir, endurnýjun
Kynnt staða verkefnisins.
Tekið til umræðu.
-
2108729 – Ásvellir, ljósabúnaður við gervigrasvöll
Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka varðandi endurnýjun á flóðlýsingu knattspyrnuvallar.
Lagt fram.
-
2108748 – Kaldárhraun, röskun og verndun
Lagt fram til kynningar bréf Trausta Baldurssonar varðandi verndun Kaldárhrauns.
Lagt fram til kynningar.
-
2108602 – Hellisgerði, deiliskipulag
Skipulagslýsing lögð fram til kynningar.
Tekið til umræðu.
-
1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn
Tekið til umræðu
Tekið til umræðu.
-
2108192 – Hvaleyrarvatn, vatnsstaða
Lögð fram greining á vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir framkomna skýrslu frá Vatnaskilum og felur umhverfis- og veitustjóra að óska eftir kostnaðarmati á greiningu á grunnvatni í upplandi Hafnarfjarðar. Sú greining er til að auka þekkingu á vatnsbólinu í Kaldárbotnum, vatnstöðu í Hvaleyrarvatni og orsakir fyrir lágri vatnsstöðu í samræmi við þær tillögur sem fram koma í samantekt skýrslunnar.
-
2108625 – Umferðarhraði í Hafnarfirði
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur að staðsetningum hraðalækkandi aðgerða fyrir næsta fund.
-
2104506 – Deilibílar, rannsóknarverkefni
Tekið til umræðu og kynnt tillaga að staðsetningu fyrir stæði bílsins á bílastæðinu við Fjörð.
Lagt fram.
-
2103477 – Hnoðraholtslína, jarðstrengur
Lögð fram bókun skipulags- og byggingarráðs frá 24.8.sl.: Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Landsnet um að setja Hnoðraholtslínu í jörð vegna skipulagsvinnu við Ásland 4 og 5. Erindinu er jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar á umhverfis- og skipulagssviði.
Lagt fram.
-
2108789 – Álver ISAL, nýtt starfsleyfi
Lögð fram umsókn Rio Tinto um endurnýjun starfsleyfis fyrir Álver í Straumsvík.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að gera umsögn.
Fundargerðir
-
2101084 – Strætó bs, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð 343. fundar.
-