Leikskólinn Álfaberg

Um leikskólann

Leikskólinn Álfaberg hóf starfsemi sína í september 2010. Í leikskólanum dvelja samtímis 85 börn á 5 deildum: Keilir, Búrfell, Esja, Baggalá og Helgafell. Yngstu börnin eru með sér útisvæði.

Leiðarljós Álfabergs eru ábyrgð, virðing, hlusta á rödd barnsins og sýna umhyggju.

Í leikskólanum Álfabergi er lögð áhersla á leik í gegnum áhuga og styrkleika barnsins og efla með því trú þess á sjálft sig og hámarka um leið getu þess. Þrír megin áhersluþættir leikskólans eru félagsfærni, íslenska og stærðfræði. Þessir þættir fléttast síðan inn í hreyfingu, vettvangsferðir, sköpun, vísindi og fleira. Við leggjum áherslu á snemmtæka íhlutun og fylgjumst vel með þroska hvers barns. Markmið okkar er að öll börn í leikskólanum Álfabergi nái hámarksárangri hvað varðar málþroska og læsi.

Við leggjum okkur fram við að mynda jákvætt andrúmsloft, skapandi og lærdómsríkt umhverfi fyrir börn og fullorðna. Börnum og starfsfólki á að líða vel. Við berum virðingu fyrir líðan og tilfinningum barnanna, veitum þeim umhyggju og leiðsögn. Það er hlutverk kennara að lesa í við brögð þeirra og mæta þörfum þeirra. Rödd barnsins er okkar leiðarljós og á hana eigum við hlusta, fylgjast með og bregðast rétt við.

Frá opnun leikskólans höfum við unnið með SMT – skólafærni. Við nýtum þá aðferð til þess að byggja upp jákvæðan skólabrag og horfum til þess að aðferðin í gagnreynd og hefur verið rannsökuð. SMT- skólafærni styður vel við þá hugsjón okkar í Álfabergi að koma fram við börn af virðingu, sýna þeim umhyggju og veita þeim jákvæða leiðsögn. Jafnframt að taka tillit til þeirra tilfinninga og veita þeim jákvæða athygli.

Keilir

Yngstu börnin dvelja á Keili og eru með sér útisvæði.

Búrfell

Yngstu börnin dvelja á Keili og eru með sér útisvæði.

Esja

Miðhópurinn 2-3 ára dvelja á Esju.

Baggalá

Elstu börnin eru á Baggalá.

Helgafell

Elstu börnin eru á Helgafelli.

Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir – Leikskólastjóri

Linda Björk Halldórsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Brynhildur Elín Kristjándóttir – Sérkennslustjóri og tengiliður farsældar barna

Hulda Þórarinsdóttir – Deildarstjóri Baggalá

Bryndís Ingibjörg Einarsdóttir – Deildarstjóri Keilir

Unnur Helga Marteinsdóttir – Deildarstjóri Búrfell

Hjördís Björg Pálmadóttir – Deildarstjóri Helgarfell

Sandra Jónsdóttir – Deildarstjóri Esja

Guðrún Lilja Sigurðardóttir

Erla Gestsdóttir

Ábendingagátt