Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði er jólamarkaður sem er opinn frá og með miðjum nóvember ár hvert; alla föstudaga frá kl. 17-20 og alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18. Þar iðar allt af lífi og fjöri. Öll eru velkomin í miðbæ Hafnarfjarðar í desember að njóta óvæntra skemmtiatriða á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og hver veit nema góðir gestir rekist á Grýlu eða jólasveinana á vappi um bæinn.

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Landsþekktur söluvettvangur

Fagurlega skreyttu jólahúsin í Jólaþorpinu eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmis konar gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann. Einnig eru á boðstólnum gómsætar veitingar til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.

Jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði er með Facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með því sem er á döfinni hverju sinni.

Ábendingagátt