Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki sínu. Þeir læra meðal annars að setja börnum sínum skýr mörk á mildan máta.
„Foreldrunum eru rétt verkfæri og kennt að nota þau svo að árangurinn verði sem bestur,“ segir Kolbrún Sigþórsdóttir, verkefnastjóri í PMTO-foreldrafærni hjá bænum.
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki sínu, en PMTO-stendur fyrir Parent Management Training – Oregon. „Oregon er það fylki í Bandaríkjunum sem Ísland er í samskiptum við,“ segir Kolbrún.
Fjögur hefðbundin PMTO-námskeið eru kennd á ári. Eitt þeirra, það þriðja á þessu skólaári, hefst í næstu viku og er það kennt einu sinni í viku í 2 klukkustundir í senn í átta vikur.
„Það er fullbókað en foreldrar geta óskað eftir að komast á námskeið í gegnum skóla barnsins. Mjög vel hefur gengið að halda námskeiðin og því er biðin eftir því að komast að stutt sem engin um þessar mundir,“ segir Kolbrún.
„Þessi námskeið eru góð fyrir alla foreldra,“ segir hún. „Mikil áhersla er á að kenna og þjálfa góða færni í samskiptum sem virkar ekki aðeins á heimilinu heldur alls staðar.“
PMTO-foreldrafærni hefur verið nýtt og kennd í Hafnarfjarðarbæ allt frá aldamótaárinu. Kolbrún segir aðferðina þaulrannsakaða, hún sé stöðugt í þróun og PMTO-kennarar þurfi að viðhalda þekkingu sinni svo þeir fái að kenna.
„Regluleg og þétt handleiðsla fyrir PMTO-kennara styður við fagleg vinnubrögð og tryggir góða kennslu og þjálfun til handa foreldrum,“ segir hún og að ekki sé aðeins kennd hefðbundin PMTO-námskeið í Hafnarfirði, heldur eru einnig eitt til tvö PTC-námskeið haldin (Parenting through Change) sem séu bæði lengri og ítarlegri.
„Þá fylgja kennarar foreldrum eftir til að styðja þá og hvetja þá áfram að nýta verkfærin,“ segir hún. Þá sé einnig boðið upp á einstaklings PMTO-námskeið.
„Við fáum þá til okkar foreldra og jafnvel afa eða ömmu – þau sem standa börnunum næst, og kennum í klukkustund í senn. Skiptin geta verið 14-25, allt eftir því hvernig gengur,“ segir hún og nefnir að í PMTO-verkfærakistu allra þessara námskeiða séu eftirfarandi verkfæri:
Kolbrún segir þjálfunina í raun vera að kenna foreldrum að halda utan um uppeldi barna sinna. Hafa eftirlit með þeim, kenna þeim að taka niður upplýsingar sem skipta máli. Kenna þeim að spyrja réttu spurninganna, til dæmis á foreldrafundum og sýna börnunum uppbyggilegan áhuga.
„Já, vera forvitin um hvað barnið er að gera. Setjast niður með barninu. Veita því athygli, sýna því sem barnið er að gera áhuga og ná fram samtali.“
Kolbrún segir að í PMTO sé alltaf lögð áhersla á hvatningu og að fókusa á jákvæða hegðun. „Foreldrar þjálfast í að sjá jákvæða hegðun, orða hana, hrósa og hvetja til að auka líkur á að hún komi oftar fram hjá barninu. Það er alltaf útgagnspunkturinn.“
Hún segir alla foreldra 4-12 ára barna í Hafnarfirði geta sóst eftir PMTO-þjálfun. „Þetta er frábær þjálfun sem leggur áherslu á jákvæð samskipti foreldra við barnið sitt.“
Foreldrarnir fái að segja álit sitt á PMTO-námskeiðunum í lokin. „Þetta eru frábærar niðurstöður. Allir sjá einhvern mun og foreldrar segja: Vá, við foreldrarnir erum svo miklu meira í takt,“ segir Kolbrún og að foreldrar tjái sig um að þeir séu öruggari í viðbrögðum sínum við hegðun barnanna. „Þeir segja: Það er komin meiri ró og rútína inn í heimilislífið okkar.“
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…