Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108 rýma hjúkrunarheimilis í Vatnshlíð við Ásvallarbraut í Hafnarfirði. Bærinn leggur til lóðina.
Félags- og húsnæðismálaráðherra og Vigdísarholt ehf. undirrituðu í dag samkomulag um byggingu og rekstur nýs 108 rýma hjúkrunarheimilis í Vatnshlíð við Ásvallarbraut í Hafnarfirði. Samhliða var undirritað samkomulag milli Vigdísarholts og Hafnarfjarðarbæjar um lóðaúthlutun á svæðinu.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritunina. „Með þessu heimili í Hafnarfirði verður Hafnarfjörður meðal fremstu sveitarfélaga varðandi hjúkrun og umönnun fyrir aldraða,“ sagði Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, við tilefnið.
Eins og segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins verður nákvæm staðsetning lóðar og endanleg stærð ákvörðuð af Hafnarfjarðarbæ þegar deiliskipulag svæðisins liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að endurskoðun aðalskipulags ljúki næsta vor og að lóðin verði tilbúin til framkvæmda á árinu 2027.
Hafnarfjarðarbær afhendir lóðina án endurgjalds í samræmi við lög. Hafnarfjarðarbæ er þó heimilt að innheimta gatnagerðargjöld í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðaskiptingu á uppbyggingu hjúkrunarheimila. Vigdísarholt skal hefja framkvæmdir eigi síðar en tveimur árum eftir afhendingu.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að með þessari viljayfirlýsingu við Vigdísarholt og Hafnarfjarðarbæ séu send skýr skilaboð: „Við ætlum að bregðast við. Við ætlum að byggja upp. Og við ætlum að gera það í samstarfi og með hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Ég óska Hafnfirðingum innilega til hamingju með þennan áfanga og hlakka til að fylgjast með verkefninu raungerast.“
Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, segir stjórnendur Vigdísarholts mjög spennta fyrir þessu nýja verkefni og uppbyggingu öflugs lífsgæðakjarna á svæðinu: „Verkefnið samrýmist vel framtíðarsýn Vigdísarholts um heildstæða og metnaðarfulla þjónustu sem miðar að bættum lífsgæðum íbúa. Áform Vigdísarholts fela í sér að reisa hjúkrunarheimili þar sem velferð, virðing og einstaklingsmiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi“
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, segir svona uppbyggingu snúst um öryggi, þjónustu og reisn fyrir eldra fólk og aðstandendur þeirra. „Nú förum við af fullum krafti í skipulagsvinnuna svo lóðin verði tilbúin til framkvæmda árið 2027. Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir Hafnarfjörð og ég fagna því að við séum komin með skýra viljayfirlýsingu um uppbyggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 108 rými. Þörfin er mikil.“
Aðalskipulag og hönnun fer í fullan gang eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar og standa vonir til að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta árs þannig að nýtt hjúkrunarheimili hefji starfsemi á árinu 2029.
Hafnarfjarðarbær hefur fengið 8.185.000 króna styrk frá barna- og menntamálaráðuneytinu til að efla íslenskukunnáttu, sjálfstraust og þátttöku starfsfólks hafnfirskra leikskóla í samfélaginu.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108…
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag til kaupa á 16 íbúðum til úthlutunar fyrir öryrkja. Íbúar í Hafnarfirði…
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli ára. Fjölbreytt ár framundan í breyttum miðbæ Hafnarfjarðarbæjar.
Viltu spjalla við verkefnastjóra fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ? Koma hugmyndum þínum á framfæri, fá ráð eða ræða málin? Opnir viðtalstímar í…
Tvö námskeið eru í boði í Nýsköpunarsetrinu nú í janúar. Annað Listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Hitt Skissubókanámskeið…
Strandgötu verður tímabundið lokað vegna viðburðar á Thorsplani milli kl.16:45 og 18:15 þriðjudaginn 6. janúar.
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
„Með sex tíma gjaldfrjálsum leikskóla erum við að létta undir með fjölskyldum og styrkja jafnvægið milli fjölskyldulífs og atvinnu,“ segir Valdimar…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…