Þrettán verkefni fá menningarstyrk

Fréttir

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Bókasafni Hafnarfjarðar í gær og hlutu þrettán verkefni styrk að þessu sinni. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er 2,7 milljónir og þar með hefur samtals 11 milljónum verið úthlutað í formi menningarstyrkja á árinu 2021.

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Bókasafni Hafnarfjarðar í gær og hlutu þrettán verkefni styrk að þessu sinni. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er 2,7 milljónir og þar með hefur samtals 11 milljónum verið úthlutað í formi menningarstyrkja á árinu 2021.

Verkefni sem auðga og dýpka listalíf bæjarins  

Hafnarfjarðarbær afhendir menningarstyrki tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja  byggir á mati á umsóknum og verða menningarviðburðir, listafólk, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar.

Styrkþegar í seinni úthlutun menningarstyrkja 2021

Málsaðili Styrkur Heiti verkefnis
Bjarni Þór Jóhannsson 250.000 kr Ljósmyndasýning af Hafnarfirði og Hafnfirðingum.
Eva Ágústa Aradóttir 100.000 kr Ljósmyndasýning í Bókasafni Hafnarfjarðar
Hafsteinn Hafsteinsson 200.000 kr Októberfest á Krydd veitingahúsi
Halla Björg Haraldsdóttir 200.000 kr Syngjum saman – óskuldbindandi mánaðarleg söngstund með Guðrúnu Árnýju
Jóhanna Ósk Valsdóttir 400.000 kr Jólahjón – streymi og tónleikar á dvalarheimilum aldraðra í Hafnarfirði
Jón Rafnsson 300.000 kr Síðdegistónar á útmánuðum (?vinnuheiti eins og er)
Leikfélag Hafnarfjarðar 100.000 kr Leiklistarnámskeið fyrir byrjendur
Margrét Arnardóttir 100.000 kr Óskalagastund Barnanna
Olga Björt Þórðardóttir 250.000 kr Plássið, hlaðvarp.
Pamela De S. Kristbjargardóttir 400.000 kr WindWorks tónlistarhátið
Rósa Guðrún Sveinsdóttir 100.000 kr Ella & Louis – heiðurstónleikar
Unnur Helga Möller 200.000 kr Vegaljóð – Tónleikar um Tolkien
Þorbjörg Signý Ágústsson 100.000 kr Líf er list og list er líf

Hafnarfjarðarbær óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju!

Ábendingagátt