13 viðurkenningar fyrir 325 ár í starfi

Fréttir

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. Þrettán einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. 

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. Þrettán einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. 

Einu sinni á ári efnir bæjarstjóri til kaffisamsætis fyrir þá starfsmenn sem náð hafa 25 ára starfsaldri. Við athöfnina þakkaði bæjarstjóri starfsfólkinu fyrir vel unnin störf fyrir hönd íbúa, samstarfsfólks og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Í gær voru veittar viðurkenningar til þrettán starfsmanna sem samanlagt hafa starfað hjá Hafnarfjarðarbæ í 325 ár.

Þetta er þriðja árið í röð sem Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki viðurkenningu þegar það hefur náð 15 ára og 25 ára starfsaldri. Miðað er við samfelldan árafjölda sem starfsmaður hefur verið við störf hjá bænum. Á 15 ára starfsafmæli efnir deild eða stofnun til kaffisamsætis fyrir viðkomandi starfsmenn og sem þakklætisvott fær starfsmaður bók, handverk eða listmun að gjöf auk blóma. Einu sinni á ári, að vori til, efnir bæjarstjóri svo til sameiginlegs kaffisamsætis fyrir þá sem hafa náð 25 ára starfsaldri og afhendir viðurkenningar og 50.000 kr. gjafabréf.

Við athöfnina lék „Hið íslenska gítartríó“ lag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sem er ein af þeim sem fagnar 25 ára starfsafmæli í ár. Tríóið skipa þrír gítarkennarar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þeir Svanur Vilbergsson, Þröstur Þorbjörnsson og Þórarinn Sigurbergsson sem einnig fagnar 25 ára starfsafmæli í ár.

Ábendingagátt