14 tonn af garðaúrgangi skiluðu sér í gáma við grunnskólana

Fréttir

Íbúar í Hafnarfirði voru duglegir að nýta sér þá þjónustu að geta farið með garðaúrganginn í sérstaka gáma við grunnskólana um liðna helgi. Talið er að hátt í 14 tonn af úrgangi hafi skilað sér í gámana. Íbúar sem enn eru með poka við lóðarmörkin og hafa verið síðustu vikur eru hvattir til að koma pokunum beint á Sorpu.

Íbúar í Hafnarfirði voru duglegir að nýta sér þá þjónustu að geta farið með garðaúrganginn í sérstaka gáma við grunnskólana um liðna helgi. Talið er að hátt í 14 tonn af úrgangi hafi skilað sér í gámana. Eftirleiðis þurfa íbúar að fara með allan garðaúrgang beint á endurvinnslustöðvar Sorpu. Íbúar sem sett hafa poka út fyrir lóðarmörk eru hvattir til að koma pokunum á Sorpu sem fyrst.  

Sjá opnunartíma Sorpu að Breiðhellu hér

breyting varð á hreinsunardögum í Hafnarfirði í ár að settir voru upp gámar fyrir garðaúrgang við alla grunnskóla sveitarfélagsins og mæltist þjónustan vel fyrir. Síðustu ár hefur garðaúrgangur verið sóttur heim til íbúa en í ljósi óvenjulegra aðstæðna í ár var ákveðið að breyta fyrirkomulagi og framkvæmd þjónustunnar. Það er mat aðstandenda verkefnis að magn plastpoka og urðun tengd garðhreinsun sé minni í ár en fyrri ár sem teljast verður jákvætt. Líklegt er talið að breytt fyrirkomulag sé komið til að vera.  

Ábendingagátt